Gjaldskrá skólaárið 2018-2019

Gjaldskrá Tónstofunnar verður óbreytt frá fyrra ári með þeim fyrirvara þó að ekki komi til óvæntra útgjaldaliða að kröfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (útgjalda sem ekki verður mætt öðruvísi en með hækkun skólagjalda). 

Eins og sjá má er gjaldskráin sveigjanleg og tekur mið af tímalengd og fjölda nemenda í kennslustund. Kennslufyrirkomulag hvers nemanda getur verið breytilegt frá ári til árs. Fyrirkomulagið tekur m.a. mið af óskum foreldra og því sem kennari telur henta nemandanum best. Í þessari breytilegu gjaldskrá felst einnig undirbúningstími og námsefnisgerð sniðin að þörfum hvers nemanda. Skólaárið telst rúmir 9 mánuðir (lok ágúst út maí).

Skólagjöldin eru innheimt með fjórum jöfnum greiðslum:
1. október, 1. desember, 1. febrúar og 1. apríl.
Innheimtukostnaður krónur 250 leggst ofan á hvern innheimtuseðil sem skráður er í heimabanka og sendur í pósti til forráðamanna.

Hægt er að nýta Frístundakort Reykjavíkurborgar í Tónstofunni. Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 - 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn er 50.000 krónur á barn frá og með 1. janúar 2017.                                 
Einnig er hægt að nýta Frístundakort Kópavogsbæjar sem veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Kópavogi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2018 er styrkurinn 50.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða.                                  Forráðamönnum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er bent á að kynna sér frístundakerfi síns sveitarfélags.

Af gefnu tilefni skal þess getið að notkun Frístundakortsins er ekki beintengd innheimtuþjónustu bankanna. Ef forráðamenn ætla að ráðstafa kortinu til Tónstofunnar eru þeir beðnir um að gera það eins fljótt og mögulegt er (eftir að skráningu er lokið hjá Tónstofunni) til að forðast megi bakfærslur og leiðréttingar á innheimtuseðlum. Nánari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna
hér.

Forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með innheimtunni og gera athugasemdir í síma 8622040 eða á netfangið tonsvj@mmedia.is ef þurfa þykir.   

Gjaldskrá Tónstofunnar veturinn 2018 til 2019 verður
sem hér segir (sjá fyrirvara hér að ofan):


I. 30 til 40 mínútna einstaklingstími á viku.
10.648 á mánuði x 9 = 95.832 / 4 x 23.958

II. 45 mínútna einstaklingstími á viku.
15.125 á mánuði x 9 = 136.125 / 4 x 34.031

III. 60 mínútna einstaklingstími á viku.
18.150 á mánuði x 9 = 163.350 /4 x 40.837

IV. 30 til 40 mínútna einstaklingstími og 45 mínútna hópur á viku. 15.730 á mánuði x 9 = 141.570 / 4 x 35.393

V. 30 til 40 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór.
15.730 á mánuði x 9 = 141.570 / 4 x 35.393

VI. 45 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór.
16.662 á mánuði x 9 = 149.958 / 4 x 37.489

VII. 60 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór.
19.666 á mánuði x 9 = 177.000 / 4 x 44.250

VIII. 45 mínútna hóptími á viku.
10.648 á mánuði x 9 = 95.832 / 4 x 23.958

IX. 60 mínútna hóptími á viku.
11.000 á mánuði x 9 = 99.000 / 4 x 24.750

X. Bjöllukór.
5.500 á mánuði x 9 = 49.500 / 4 x 12.375

XI. Styttri námskeið eru verðlögð sérstaklega eftir lengd og umfangi.