Frístundakort Kópavogsbæjar

Kæru foreldrar nemenda með lögheimili í Kópavogi.

Nú á að vera búið að opna fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Tómstundagátt Kópavogsbæjar.
Ef foreldrar ætla að ráðstafa frístundastyrknum að hluta til eða að öllu leyti til Tónstofunnar eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera það hið fyrsta.

Fylgst verður með ráðstöfun og innheimtu skólagjalda í kerfi greiðslumiðlunar. Frekari upplýsingar um innheimtu skólagjalda má finna á heimasíðu skólans.

Ef vandamál koma upp vinsamlegast hafið samband við undirritaða eða Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar í síma 5701500 eða á netfangið:gunnarg@kopavogur.is