Sunnusjóður

Föstudaginn 6. janúar fékk Tónstofan góða gesti í heimsókn. Arndís Vilhjálmsdóttir og Helmut Lugmayr úr stjórn Sunnusjóðs kynntu sér starfsemi skólans og skoðuðu hljóðfæri sem keypt voru fyrir styrk frá sjóðnum.

Um Sunnusjóð segir á heimasíðu hans: Sunnusjóður var stofnaður árið 1984 af hjónunum Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sverri Sigurðssyni í nafni dótturdóttur þeirra Ingibjargar Sunnu Vilhjálmsdóttur. Markmið sjóðsins er að bæta aðstæður til kennslu og þjálfunar fjölfatlaðra barna á grunnskólaaldri. Sunnusjóður hefur um langt skeið notið ómetanlegs stuðnings Kötlu ehf sem er aðalstyrktaraðili sjóðsins og ár hvert renna um nokkur hundruð þúsund króna til sjóðsins. 

Forráðamenn Tónstofunnar og nemendur hennar þakka Sunnusjóði hjartanlega fyrir veittan stuðning.