Frístundakortið á vorönn 2017.

Kæru nemendur og forráðamenn.
Búið er að skrá nemendur með lögheimili í Reykjavík í Frístundagáttina og því er hægt að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar ef óskað er. Á þessu almanaksári er styrkurinn krónur 50.000. Ef ráðstafa á styrknum til Tónstofunnar er fólk vinsamlegast beðið um að gera það sem fyrst. Upplýsingar um Frístundakortið má finna á vef Reykjavíkurborgar.

http://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid