Þrjátíu ára starfsafmæli Tónstofunnar

Tónstofan heldur upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt skólaárið 2016 til 2017. Af því tilefni verður á Hljómvangi skólans fagnað með ýmsu móti. Við ætlum til dæmis að leiða saman 8 nemendur frá Tónstofunni og 6 til 8 nemendur í Skólalúðrasveit Austurbæjar og æfa nokkur Dýralög samin af Haraldi V. Sveinbjörnssyni. Tónlistin verður svo flutt í föstudags- „Karnivali“ í Öskju í mars og ef vel tekst til á afmælistónleikum í Salnum, Kópavogi í lok skólaársins. Kynning á verkefninu og fyrsta æfing með nemendahópunum, Vilborgu Jónsdóttur og Jónu Þórsdóttur var í Tónstofunni laugardaginn 21. janúar.