Upphaf skólaársins 2019-2020

Kæru nemendur og forráðamenn.

Undirbúningur fyrir vetrarstarfið er í fullum gangi og stundatöflugerðin er hafin í Tónstofunni. Ef vel gengur hefst kennsla mánudaginn 26. ágúst. Við bendum ykkur á að hægt er að senda kennurum tölvupóst með upplýsingum um þær tímasetningar sem henta ykkur best. Reynt verður að koma til móts við óskir eins vel og kostur er.

Við vonum að þið hafið notið sumars og séuð spennt fyrir ljúfum leik á komandi vetri. Nýnema bjóðum við hjartanlega velkomna.

Með kærri kveðju og tilhlökkun!

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofunnar félagsgjöld.

Frá stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar.

Eni:  Kynning á Foreldra- og styrktarfélagi Tónstofunnar vegna innheimtu félagsgjalda.

Innheimta vegna félagsgjalda að upphæð 3.000 krónur hefur verið send í heimabanka og hvetur Foreldrafélagið nemendur og aðstandendur til að styðja starf félagsins með greiðslu félagsgjalda en áréttar að greiðslan er valfrjáls.

 Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem einstaklingar sem þyrftu sérstakan stuðning í námi hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

 Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa haustið 1986.  Þar hefur hún og frábærir samkennarar sem komu til starfa árið 2005 annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

 Auk þess að standa vörð um starfsemina og vinna að því að efla hana hefur foreldra- og styrktarfélagið sótt styrki til fyrirtækja, sem ásamt félagsgjöldum hafa meðal annars verið nýttir til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011 en Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar. Markmið sjóðsins er að efla starfsemi Bjöllukórsins. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans.

 Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar.  Í henni sitja:

Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður

Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður

Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri

Dóra Eydís Pálsdóttir, ritari

Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi

Sólborg Bjarnadóttir, meðstjórnandi

Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Páskafrí

Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst í dag á pálmasunnudegi 14. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl. 
Gleðilega páska!


Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2019-2020!

Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir áhugasamir um tónlistarnám í Tónstofunni.

Nemendafjöldi Tónstofunnar ræðst af þeim þjónustusamningi sem Reykjavíkurborg gerir við skólann og einnig þeim stuðningi sem nemendur með lögheimili í nágrannasveitarfélögunum fá frá ári til árs. Sá stuðningur er breytilegur og óviss á milli ára. Á hverjum tíma gerir Tónstofan eins vel og hún getur en harmar að geta ekki veitt öllum sem þess óska skólavist.

Föstudaginn 22. mars var opnað fyrir rafrænar umsóknir um tónlistarnám í tónlistarskólum með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg skólaárið 2019-2020.
Nemendur sem þegar stunda nám í tónlistarskólunum hafa að jafnaði forgang en þurfa að endurnýja umsóknir í samráði við kennara sína og skóla. Sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is
Ritari Tónstofunnar getur einnig gengið frá umsóknum fyrir næsta skólaár óski forráðamenn þess.

Nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur, þurfa einnig að endurnýja umsóknir hjá lögheimilissveitarfélagi sínu og er mikilvægt að gera það sem fyrst.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is 
Sjá tónlistarnám í Reykjavík - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik

Electronic applications for enrollment in Music schools in Reykjavik began March 22nd. Enrolled students need to renew their applications in consultation with their teacher and school authorities. Electronic application can be accessed through Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is 
The school's secretary can also assist parents in their application process.

Students who live outside Reykjavík must also contact their school administration office and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag". 
If questions arise please contact Valgerður 
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is

Polish:
Elektroniczne aplikacje do Miejskiej Szkoły Muzycznej zostaną otwarte dzięki umowom z Urzędem Miasta Reykjavik w roku szkolnym 2019-2020 od godz. 09:00 w piątek, 22 marca.
Uczniowie, którzy już są w szkołach muzycznych, muszą odnawiać aplikacje w porozumieniu ze swoją szkołą.

Zapisy za pośrednictwem strony internetowej: Electronic Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is
Jeśli pojawią się pytania, skontaktuj się z Miejską Szołą Muzyczną.

Zobacz jak wygląda edukacja w Miejskiej Szkole Muzycznej w Reykjaviku - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik

Rekrutacja do Orkiestry w Reykjaviku odbędzie się tydzień później i zostanie ogłoszona osobno.

Opið hús 2. mars!

Laugardaginn 2. mars verður opið hús í Tónstofunni.
Dagskráin verður sem hér segir:
Klukkan 10:00 hefst kynning á skólanum.
Klukkan 10:30 verður opin æfing Bjöllukórsins og áhugasamra gesta sem munu stilla saman strengi sína og syngja og leika saman.
Klukkan 11:30 verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði við undirleik orgelleikarans Gísla Björnssonar og annarra sem vilja stíga á svið og skemmta gestum. 
Dagskránni lýkur um klukkan 12:00.

Verið hjartanlega velkomin!

Vetrarfrí 25. og 26. febrúar!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar minna ykkur á vetrarfríið mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar.

Hugsast getur að kennarar bjóði upp á forfallatíma þessa daga og munu þeir þá hafa beint samband við sína nemendur hvað það varðar.

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar

Vorönnin 2019

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar óska nemendahópnum og aðstandendum þeirra gleðilegs árs!

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Vegna veikinda og skipulagsmála hefst kennsla hjá nemendum Kirstínar Ernu Blöndal og Jónu Þórsdóttur í næstu viku (7. janúar) að öllu óbreyttu.

Fyrsta æfing hjá Bjöllukórnum á nýju ári verður föstudaginn 11. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar