Opið hús 2. mars!

Laugardaginn 2. mars verður opið hús í Tónstofunni.
Dagskráin verður sem hér segir:
Klukkan 10:00 hefst kynning á skólanum.
Klukkan 10:30 verður opin æfing Bjöllukórsins og áhugasamra gesta sem munu stilla saman strengi sína og syngja og leika saman.
Klukkan 11:30 verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði við undirleik orgelleikarans Gísla Björnssonar og annarra sem vilja stíga á svið og skemmta gestum. 
Dagskránni lýkur um klukkan 12:00.

Verið hjartanlega velkomin!

Vetrarfrí 25. og 26. febrúar!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar minna ykkur á vetrarfríið mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar.

Hugsast getur að kennarar bjóði upp á forfallatíma þessa daga og munu þeir þá hafa beint samband við sína nemendur hvað það varðar.

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar

Vorönnin 2019

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar óska nemendahópnum og aðstandendum þeirra gleðilegs árs!

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Vegna veikinda og skipulagsmála hefst kennsla hjá nemendum Kirstínar Ernu Blöndal og Jónu Þórsdóttur í næstu viku (7. janúar) að öllu óbreyttu.

Fyrsta æfing hjá Bjöllukórnum á nýju ári verður föstudaginn 11. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar