Tónlistarsálfræði

Tónlistarsálfræðin fæst við þrjú megin viðfangsefni: 

·        Hlustandann eða þann sem nýtur tónlistarinnar.

·        Tónlistina sjálfa.

·        Þann sem fremur tónlistina (tónlistariðkandann).

Tónlistarkennsla, tónlistarsérkennsla og músíkmeðferð byggir á viðfangsefnum tónlistarsálfræðinnar sem eru m.a. rannsóknir á: Skynjun og úrvinnslu heyrnaráreita, tónnæmi, samspili menningar og tónlistar, tilfinningalegum viðbrögðum við tónlist, notkun tónlistar sem tækis sem beitt er í margvíslegum tilgangi, tengslum tónnæmis og tónlistarfærni við vitsmunaþroska og hreyfifærni, og svona mætti lengi telja. Þekking á þessum fræðum getur aukið færni okkar bæði sem tónlistaruppalanda og skapandi listamanna.

Tónlist er hvorki yfirskilvitleg né dulræn en hún getur verið leyndardómsfull í fjölbreytileika sínum og áhrif hennar stundum óútskýranleg og torræð. Tónlist er flókin mannleg hegðun en við getum heyrt hana, séð hana og fundið, og við getum metið hana á hlutlægan hátt. Um leið og við tölum um tónlist erum við því bæði að fjalla um list og vísindi, um abstrakt eða óhlutbundið fyrirbæri sem jafnframt er hlutbundið og mælanlegt með tækjum vísindanna.

Eftirfarandi tilvitnun og umfjöllun um „The psychology of music“ má finna á aðgengilegri og áhugaverðri vefsíðu National Association for Music Education.

http://www.nafme.org/the-psychology-of-music/

„The psychology of music makes it clear how profoundly important music education is to the success of individuals.“

Áhugaverður TED-ED fyrirlestur um það hvernig hljóðfæraleikur hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemi. 

http://ed.ted.com/lessons/how-playing-an-instrument-benefits-your-brain-anita-collins