Hér eru tenglar með áhugaverðu efni er tengist starfi Tónstofunnar með einum eða öðrum hætti.

  • Á vef Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna má finna fróðleik á ýmsum tungumálum, verkefni og leiki um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna. Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992. Það þýðir að Ísland er skuldbundið til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Árið 2013 var sáttmálinn lögfestur hér á landi og er nú hluti af íslenskri löggjöf.

  • Norrænir tónar er rafrænt námsefni (rafbók) sem inniheldur safn af tónlist, dönsum, söngvum, leikjum, rímum og vögguvísum frá öllum Norðurlöndunum og leiðir til að útfæra kennsluefnið á skapandi hátt. Á vefsíðunni segir:

    “Tónlist og dans eru mikilvægur hluti hverrar þjóðmenningar. Tónlistarhefð þjóðar gefur einstaka innsýn í hvað sameinar okkur og hvað skilur okkur að. Markmið þessa kennsluefnis er að færa okkur nær hvert öðru með því að auka skilning og kynna gleði tónlistar- og danshefðar hverrar þjóðar. Um leið er öðrum þjóðum en þeim norrænu gefinn kostur á því að fagna þessari hefð með okkur. Þess vegna reynum við að bregða ljósi á nokkra af þeim náttúru og menningarþáttum sem við sjáum speglast í tónlist og dansi þjóðanna með það að markmiði:

    • að iðhalda hefðinni innan okkar menningarheims

    • að kynna hana fyrir nágrönnum okkar

    • að þróa og skapa nýjar leiðir til að vinna með tónlistar- og danshefðina”

  • Þeir sem hafa áhuga á metnaðarfullum heimasöng geta nýtt sér námsefnisútgáfu menntamálastofnunar. Þar leynist ýmislegt dýrmætt og þar má finna efnið Syngjandi skóli eftir Þórunni Björnsdóttur. Öllum er opið að spila eða hlaða niður 44 íslenskum lögum sungnum með undirleik og svo eingöngu undirleik til að styðja við sjálfstæðan heimasöng.

  • Í verkfærakistu menntastefnu borgarinnar leynist ýmislegt áhugavert efni.

  • Vefurinn Börn og tónlist inniheldur mörg barnalög og hugmyndir að tónlistar-,  dans- og hreyfiverkefnum með leikskólabörnum. Einnig eru á vefnum sögur með viðlögum, ævintýri og þjóðsögur, svo og þjóðlög frá ýmsum löndum.

  • Vefurinn Tónmennt og Tónlistarkennsla deilir efni sem styður við nám og kennslu í tónlist inni í grunnskólum. Verkefnin eru af ýmsu tagi. Þau hennta tónmennta- og tónlistarkennurum, en einnig þeim sem vilja samþætta tónlist öðrum námsgreinum.

  • Músík.is
    Á þessu vefsvæði má finna alla íslenska vefi sem tengjast tónlist. Hér má einnig finna fréttapistla um tónlist, ummæli af ýmsu tagi, hljóðritanir, upplýsingar um tónleika, nám, tól og tæki og margt fleira.

  • Tónmenntavefurinn
    Tónmenntavefurinn er alhliða tónlistarkennslusvæði.  Vefurinn er ætlaður tónlistarskólum, leik-grunn- og framhaldsskólum. Nemendur Tónstofunnar geta sótt lykilorð til kennara Tónstofunnar. Á þessu vefsvæði geta nemendur stundað sjálfsnám eða gert verkefni undir handleiðslu kennara. Kennarar geta einnig sótt sér ítarefni, verkefni og upplýsingar um það sem að þeirra fagi snýr. Vefurinn er í sífelldri endurnýjun og geymir lesefni með hljóðdæmum, nótum og gagnvirkum prófum.

  • Voices a world forum for music therapy  
    Voices er alþjóðlegt veftímarit um músíkmeðferð. Tímaritið birtir aðgengilegan texta af ýmsu tagi er snertir fræðigreinina og málefni músíkmeðferðarfræðinga  Voices er gefið út af GAMUT (Grieg Academy Music Therapy Research Centre, University of Bergen, Norway) og í samvinnu við World Federation of Music Therapy.

  • Approaches
    Approaches er veftímarit með áhugaverðum greinum um tónlistarsérkennslu og músíkmeðferð. HERMES er fréttabréf þessa veftímarits. Allir geta gerst áskrifendur af tímaritinu með því að senda tölvupóst til: approaches.adm1@gmail.com