Hljómvangur

Á afmælisári haustið 2012 gaf Tónstofan út diskinn Hljómfang. Markmið þeirrar útgáfu var að gefa samfélaginu tækifæri til að kynnast einstökum hljómi Bjöllukórsins og kórnum tækifæri til að taka á jákvæðan hátt og á eigin forsendum þátt í samfélaginu.

Á hljóm- og mynddiskinum Hljómvangi, sem kemur út í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli Tónstofu Valgerðar og tuttugu ára afmæli Bjöllukórs Tónstofunnar, eru markmiðin þau sömu. Að auki er útgáfunni ætlað að kynna starf Tónstofunnar í víðara samhengi. Enn á ný miðla nemendur Tónstofunnar af leikgleði sinni, og hljómur Bjöllukórsins er sem fyrr einstakur. Í honum endurómar kærleikur, einlægni, vinátta, tryggð, samviskusemi, einbeiting og metnaður. Þegar hugir sameinast til að skapa hljómfagra tónlist megnar hún að gleðja, næra sálina, hvíla hugann og lyfta andanum.

IMG_2876.jpg

Á skólaárinu 2016 til 2017, var afmælis Tónstofunnar minnst með margvíslegum tónlistarviðburðum sem hlutu nafnið Hljómvangur. Hápunktur afmælisársins voru afmælistónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 28. maí og fáum við að njóta tónleikanna á mynddiski þessarar útgáfu.

Hljóm- og mynddiskinn má nálgast í Tónstofu Valgerðar.

Tónstofan veitir áhugasömum aðgang að rafrænu fræðsluefni sem birtast mun á þessari síðu. Þar verða viðtöl við foreldra og kennara, myndbönd úr kennslustundum og af tónleikum og sýnishorn af kennsluefni sem gagnast hefur vel í Tónstofunni. 

Tónstofan er mikilvæg menntastofnun og prýði íslensks samfélags. Það er von Tónstofunnar að kynning á starfi hennar í þessari afmælisútgáfu nýtist í uppbyggingu tónlistarnáms fyrir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning, svo fleiri fái notið þess einstaka miðils sem tónlistin er.

 

Screen Shot 2017-12-29 at 10.21.12 PM.png
Screen Shot 2017-12-29 at 10.21.25 PM.png

 

 

 

 

 

 

 
Hljómvangur
€25.00