Á bloggsíðu hátíðarinnar segir: "List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á  fjölbreytileika mannlífsins.  Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur eða þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök. Samstarfsaðilar í stjórn eru: Fjölmennt, Átak, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna. Fjölmargir koma að hátíðinni. Stofnanir, samtök, félög, listahópar ýmiskonar og einstaklingar."

Birta Guðjónsdóttir hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra. Birta er myndlistarmaður og einn fremsti sýningarstjóri landsins. Hún var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2019, sýningu Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 - Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist, í Moss, Noregi. Síðustu ár hefur Birta stýrt yfir 40 sýningum í helstu listrýmum og listasöfnum hérlendis sem og víða erlendis, m.a. í Berlín, Amsterdam, Melbourne, New York, Sánkti Pétursborg og á Norðurlöndunum..

List án landamæra er hátíð þess mögulega og þess ómögulega, hátíð margbreytni og tækifæra fyrir alla."  Á vefsíðu Listar án landamæra má finna frekari upplýsingar um hátíðina.  http://listin.is/

Bjöllukórinn tók þátt í opnunarhátíð Listar án landamæra 2019 og hélt einnig lokatónleika hátíðarinnar þann 19. október í Gerðubergi. Á tónleikunum voru meðal annars flutt íslensk þjóðlög, lag eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Braga Valdimar Skúlason. Við þökkum List án landamæra hjartanlega fyrir þetta skemmtilega tækifæri til að koma fram sem og fyrir önnur tækifæri sem hátíðin hefur fært okkur í gegnum tíðina.

List án landamæra byrjaði að útnefna listamann hátíðarinnar árið 2011. Listamenn hátíðarinnar á liðnum árum eru: 2019 Atli Már Indriðason 2018 Aron Kale 2017 GÍA 2016 Erla Björk Sigmundsdóttir
2015 Karl Guðmundsson
2014 Sigrún Huld Hrafnsdóttir
2013 Atli Viðar Engilbertsson
2012 Ísak Óli Sævarsson
2011 Guðrún Bergsdóttir

Bjöllukórinn / ljósmynd Owen Fiene

Bjöllukórinn / ljósmynd Owen Fiene