Gjaldskrá skólaárið 2023 - 2024

Gjaldskrá Tónstofunnar verður sem hér segir með þeim fyrirvara þó að ekki komi til óvæntra útgjaldaliða að kröfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, útgjalda sem ekki verður mætt öðruvísi en með hækkun skólagjalda. 

Eins og sjá má er gjaldskráin sveigjanleg og tekur mið af tímalengd og fjölda nemenda í kennslustund. Kennslufyrirkomulag hvers nemanda getur verið breytilegt frá ári til árs. Fyrirkomulagið tekur m.a. mið af óskum foreldra og því sem kennari telur henta nemandanum best. Í þessari breytilegu gjaldskrá felst einnig undirbúningstími og námsefnisgerð sniðin að þörfum hvers nemanda. Skólaárið telst rúmir 9 mánuðir (lok ágúst út maí).

Stöðugar kerfisbreytingar eiga sér stað og vonar skólinn að þær muni ekki valda nemendum og forráðamönnum þeirra teljandi vandræðum. Nórakerfið sem tengt var greiðslumiðlun og ráðstöfun frístundakorta hefur verið sameinað Sportabler kerfinu. Markmiðið með þeirri sameiningu er að sögn að bjóða uppá eina lausn sem þjónustar íþrótta- og tómstundastarf með öflugri og heildstæðari hætti en áður hefur þekkst.  

Hægt er að nýta Frístundakort Reykjavíkurborgar í Tónstofunni. Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 - 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn er 75.000 krónur á barn. Takið eftir! Ekki er lengur hægt að ráðstafa frístundastyrknum í gegnum Rafræna Reykjavík heldur eingöngu í gegnum skráningarkerfi félaga. Nánari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna hér.

Einnig er hægt að nýta Frístundakort Kópavogsbæjar sem veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2023 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Fimm ára börn í Kópavogi fá 85.000 króna frístundastyrk árið 2023. Gert er ráð fyrir að þau geti iðkað a.m.k. eina íþrótt eða aðra tómstund foreldrum að kostnaðarlausu. Iðkendur eiga rétt á styrk frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Nánari upplýsingar um Frístundakort Kópavogsbæjar má finna hér.

Forráðamönnum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er bent á að kynna sér frístundakerfi síns sveitarfélags.

Vakin er athygli á því að ráðstöfun frístundastyrkja til greiðslu skólagjalda Tónstofunnar er eingöngu heimil á haustönn.

Innheimta skólagjalda hjá þeim sem ekki geta nýtt sér frístundakerfi sveitarfélaganna fer fram með óbreyttu sniði.
Skólagjöldin eru innheimt með fjórum jöfnum greiðslum:
1. október, 1. desember, 1. febrúar og 1. apríl.
Innheimtukostnaður krónur 250 leggst ofan á hvern innheimtuseðil sem skráður er í heimabanka og sendur í pósti til forráðamanna. Ef fleiri en einn nemandi úr sömu fjölskyldu sækir skólann er veittur 15% systkinaafsláttur af heildarupphæðinni.  
Forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með innheimtunni og gera athugasemdir og fá ráð í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is ef þurfa þykir.   

Gjaldskrá Tónstofunnar skólaárið 2023 til 2024 verður sem hér segir (sjá fyrirvara hér að ofan):
Sérkennsla I 30 til 40 mínútna einstaklingstími á viku. Krónur 132.000 (14.666 á mánuði x 9 = 132.000, 4 x 33.000)
Sérkennsla II  45 mínútna einstaklingstími á viku. Krónur 154.000 (17.111 á mánuði x 9 = 154.000, 4 x 38.500)
Sérkennsla III
60 mínútna einstaklingstími á viku 187.000 (20.777 á mánuði x 9 = 187.000, 4 x 46.750)
Sérkennsla IV  30 til 40 mínútna einstaklingstími og 45 mínútna hópur á viku. Krónur 165.000 (18.334 á mánuði x 9 = 165.000 4 x 41.250) Sérkennsla V
30 til 40 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór. Krónur 165.000  (18.334 á mánuði x 9 = 165.000,  4 x 41.250)
Sérkennsl VI  45 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór. Krónur 170.000 (18.888 á mánuði x 9 = 170.000, 4 x 42.500) Sérkennsla VII
60 mínútna einstaklingstími á viku og bjöllukór. Krónur 190.000 (21.111 á mánuði x 9 = 190.000, 4 x 47.500)
Sérkennsla VIII
45 mínútna hóptími á viku. Krónur 100.000 (11.111 á mánuði x 9 = 100.000, 4 x 25.000) Sérkennsla IX
60 mínútna hóptími á viku. Krónur 110.000 (12.222 x 9 = 110.000, 4 x 27.500) Sérkennsla X
Bjöllukór. Krónur 110.000 (12.222 x 9 = 110.00, 4 x 27.500) Sérkennsla XI
Styttri námskeið eru verðlögð sérstaklega eftir lengd og umfangi.