Mánudaginn 31. október 2016, lauk heimsókn góðra gesta frá Ylä-Savo music school í Finnlandi og Lielvarde Municipality Music and Art School í Lettlandi. Þessir skólar ásamt Tónstofu Valgerðar tóku þátt í Nordplus Junior samstarfsverkefninu „Share your national cultural heritage by art“ – Deilum menningararfinum í listsköpun skólaárið 2016 - 2017. Tónleikarnir 29. október voru afrakstur vikulangrar heimsóknar þar sem nemendur og kennarar æfðu saman, fræddust um og deildu menningararfi sínum, fóru á tónleika, sungu og léku í skólum og á öðrum stofnunum, skoðuðu landið og léku sér saman.

Hér fyrir neðan er myndband frá lokatónleikum þessa samstarfsverkefnis sem haldnir voru í Lettlandi í júní 2017.

Kammerhópur Tónstofunnar stóð sig afburða vel; fór með texta, dansaði, lék og söng af snilld með öllu hinu tónlistarfólkinu.