Music is a therapy. It is a communication far more powerful than words, far more immediate, far more efficient.
— Yehudi Menuhin
 

Hvað er músíkmeðferð?

Hægt er að skilgreina fræðigreinina músíkmeðferð og starf músíkmeðferðarfræðingsins á ýmsa vegu og er engin ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining til á þessari fræðigrein. Hvernig músíkmeðferð er skilgreind fer nokkuð eftir þeirri stofnun sem starfað er á, þeim kenningum eða aðferðarfræði sem starfað er eftir og því hlutverki sem meðferðarfræðingurinn gegnir. Mismunandi áherslur eru oft lagðar á mikilvægi músíkmeðferðarfræðingsins annars vegar og tónlistarinnar hins vegar í meðferðinni og taka þarf tillit til hvort músíkmeðferðin sé talin sjálfstætt meðferðartæki eða hjálpartæki í heildarmeðferð skjólstæðings. Músíkmeðferð kemur ekki í stað talkennslu, iðjuþjálfunar, sjúkraþjálfunar eða annarra sérfræða sem beitt er í greiningu og meðferð. Hún opnar nýjar leiðir og eykur þá möguleika sem fyrir hendi eru, hvort heldur henni er beitt sjálfstætt, sem hjálpartæki, eða í teymi. 

Í músíkmeðferð er tónlist beitt sem tæki til að hjálpa fólki. Markmið meðferðarinnar getur verið að: Efla boðskipti, efla vitsmunaþroska, örva tjáningu tilfinninga, bæta andlega líðan, auka líkamsfærni, auka einbeitingu, og svo framvegis. Starfsvettvangur músíkmeðferðarfræðinga er fjölbreyttur og starfsaðferðir þeirra taka mið af þeim einstaklingi sem unnið er með og þeim skammtíma- og langtímamarkmiðum sem stefnt er að hverju sinni. 

Félag músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi var stofnað 14. ágúst 1997 af dr. Valgerði Jónsdóttur, dr. Lilju Ósk Úlfarsdóttur og prófessor Kristínu Björnsdóttur. Megin markmið félagsins er að þróa notkun músíkmeðferðar á Íslandi og auka þar með veg hennar sem fullgilds meðferðar- og greiningartækis. Félagið skilgreinir músíkmeðferð „sem skipulagða notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða.“

The European Music Therapy Confedertion (EMTC) eru samtök háskólamenntaðra músíkmeðferðarfræðinga í Evrópu. Samtökin voru stofnuð 1991 sem vettvangur fyrir skoðanaskipti meðal músíkmeðferðarfræðinga og eru nú 43 evrópsk fagfélög meðlimir í EMTC, frá 28 löndum og með yfir 5.683 félagsmenn innanborðs (tölur frá árinu 2015). Í þessum hópi er Físmús, Félag músíkmeðferðarfræðinga á Ísland með sína 9 félagsmenn! Samtökin vinna ötullega að kynningu og þróun músíkmeðferðar, auk þess að efla gagnkvæma virðingu, skilning og samvinnu á milli fagfélaga músíkmeðferðarfræðinga. Evrópudagur musíkmeðferðarfræðinga er 15. nóvember. Yfirskrift evrópudagsins 2019 var: „Tromman slegin!“ Í tilefni af deginum eru músíkmeðferðarfræðingar um alla Evrópu og víðar, sérlega duglegir við að vekja athygli á fræðigreininni og starfi sínu með ýmsu móti. This is a day created by the European Music Therapy Confederation (EMTC) for awareness, promotion and celebration of music therapy. The theme for 2019 wa “Beat the drum”. The website www.musictherapyday.com introduces all the events happening across Europe celebrating this day. The board and all country delegates of the EMTC wish you a happy and musical European Music Therapy Day!

Allt frá því að tónlistarmenntaðir sjálfboðaliðar nýttu tónlist á sjúkrahúsum um og eftir seinni heimstyrjöldina til að bæta andlega og líkamlega líðan fólks, hafa háskólar um allan heim útskrifað vel menntaða músíkmeðferðarfræðinga.
Erlendis starfa músíkmeðferðarfræðingar með einstaklingum á öllum aldri, allt frá fóstrum, verðandi mæðrum, feðrum og nýburum til há aldraðra einstaklinga; fólki sem glímir við margskonar fatlanir, sjúkdóma og áskoranir í lífinu.
Starfsvettvangur þeirra er fjölbreyttur. Þeir starfa á öllum deildum sjúkrahúsa, í sérskólum, í almennum skólum, leikskólum, á öldrunar- og hjúkrunarheimilum, í fangelsum, á meðferðfarstofnunum fyrir áfengissjúklinga og aðra vímuefnaneytendur, og á eigin stofum.

Músíkmeðferðarfræðingar á íslandi, sem hafa nú í um tuttugu ár barist fyrir því að fá löggildingu á starfsheiti sínu, hafa starfað á ýmsum deildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í skólum og á eigin stofum. Íslenskir músíkmeðferðarfræðingar sem nú telja um 16 manns (að því að best er vitað), hafa menntað sig á Norðurlöndunum, í Ameríku og á meginlandi Evrópu.

Níu músíkmeðferðarfræðingar búa nú og starfa á Íslandi og eru virkir í Físmús, Félagi músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi.

 Fyrir áhugasama um nám í músíkmeðferð er óhætt að benda á:
Háskólann í Álaborg https://www.en.aau.dk/
Háskólann í Ósló (Norwegian Academy of Music) https://nmh.no/en/about_nmh/departments/music_therapy
Háskólann í Bergen https://www.uib.no/en/grieg/study-programmes
Grieg Academy Music Therapy Research Centre http://uni.no/en/uni-health/gamut/
Háskólann í Jyvaskyla, Finnlandi https://www.jyu.fi/…/l…/mutku/en/studies/mmt/therapy/therapy
Anglian Ruskin Universtiy í Cambridge / Chelmsford, Englandi
https://www.anglia.ac.uk/
University of Georgia. Arizona State University, Montclair State University, Appalachian State University og fleiri.
Íslenskir músíkmeðferðarfræðingar hafa einkum numið í Danmörku, í Noregi og í Ameríku.

Störf músíkmeðferðarfræðinga eru ekki bara klínísk. Þeir eru einnig mikilvirkir rithöfundar og öflugir rannsakendur á ýmsum sviðum og hafa á síðustu árum fengið frábærar viðurkenningar og stuðning við störf sín. Má þar nefna dr. Hanne Mette Oshne Ridder sem nýverið hlaut HN verðlaunin (Familien Hede Nielsens Fond HN-prisen) fyrir rannsóknir sínar á sviði öldrunarfræða og Alzheimer-sjúkdómsins.
http://www.videnscenterfordemens.dk/…/hn-prisen-til-demen…/…

Styrkur upp á 2 milljónir evra var veittur til rannsóknarinnar HOMESIDE A HOME-based Spousal caregiver-delivered music Intervention for people living with Dementia. (A Randomised Controlled Trial.http://www.neurodegenerationresearch.eu/…/2018-call-resul…/…)
Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru: dr. Felicity Baker, The University of Melbourne, Australia, dr. Karette Stensæth, CREMAH, Norwegian Academy of Music, Norway, dr. Helen Miller, Anglia Ruskin University, United Kingdom, dr. Thomas Wosch, University of Applied Sciences Würzburg-Schweinfurt, Germany og dr. Anna Bukowska, University of Physical Education in Krakow, Poland.

Á norðurlöndunum og víðar eru ýmsar stofnanir sem hafa það að markmiði að efla notkun músíkmeðferðar og byggja upp samstarfsverkefni milli stofnana og fagstétta. Til dæmis:
CREMAH "objective is to expand knowledge about the relations between music and health".
https://nmh.no/en/research/cremah
POLYFON kunnskapsklynge for musikkterapi
"Stimulerer kunnskaps-, kompetanse- og tjenesteutvikling, samt informasjon og formidling".
https://gamut.w.uib.no/polyfon/

Það eru ekki bara músíkmeðferðarfræðingar sem þekkja áhrifamátt tónlistar heldur einnig frábærir listamenn á borð við sópransöngkonuna Renée Fleming sem trúa á mikilvægi tónlistar til að bæta líf og líðan fólks.
https://magazine.medlineplus.gov/article/the-power-of-music/
https://magazine.medlineplus.gov/…

Það er af sem áður var, þegar lítið var til af skrifuðum heimildum um áhrifamátt tónlistar. Nú höfum við aðgang að tímaritum á netinu. Til dæmis:
Approaches An Interdisciplinary Journal of Music Therapy http://approaches.gr/
Voices A world forum for music therapy https://www.voices.no/
Nordic Journal of Music Therapy https://www.tandfonline.com/toc/rnjm20/current
Einnig deila vefmiðlar upplýsingum daglega um áhrifamátt tónlistar og hvernig músíkmeðferðarfræðingar nota tónlist með fólki sem tekst á við ýmiskonar áskoranir og verkefni í sínu daglega lífi.

Nú nýverið birti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO skýrslu sem byggist á 900 ritrýndum rannsóknum sem gerðar hafa verið um tengls lista og heilsu. http://www.euro.who.int/en/publications/abstracts/what-is-the-evidence-on-the-role-of-the-arts-in-improving-health-and-well-being-a-scoping-review-2019 Skýrslan hefur nú þegar vakið meðvitund stjórnenda tónlistarskóla á áhrifamætti tónlistar og þeim möguleikum sem hún hefur í almennu skólastarfi til þess m.a. að efla og bæta líðan nemenda sinna. Skýrslan er áhugaverð lesning og leggja skýrsluhöfundar m.a. til að þeir sem leggja línurnar í heilbrigðismálum styðji úrræði er tengi saman listsköpun og heilbrigði, Þá er lagt til að listsköpun verði hluti af námi í heilbrigðisvísindum.

Fyrir áhugasama er hér listi yfir nokkur doktorsverkefni sem unnin hafa verið á þessum vettvangi. http://www.mt-phd.aau.dk/phd-theses/
http://www.mt-phd.aau.dk/

  • The Practice of Music Therapy for Adults with Mental Health Problems.

  • The Relationship Between Diagnosis and Clinical Method Case Study/Phenomenological Research into

  • Counter-Transference in Music Therapy

  • Clinically Controlled Study on Joint Attention in Autistic Children

  • Quantitative and Qualitative Investigation into the Influence of Receptive Music Therapy with Cancer Survivors

  • The Effects of Song Singing on the Affective Intonation of People with Traumatic Brain Injury

  • Singing Dialogue. Music Therapy with Persons in Advanced Stages of Dementia. A Case Study Research Design

  • Enhancing Communication in Girls with Rett Syndrome Through Songs in Music Therapy

  • Song Creations by Children with Cancer - Process and Meaning

  • Randomized Controlled Study into Guided Relaxation for Patients in post Cardiac Surgery Care

  • Music-caring within the framework of early intervention The Lived Experience of a Group of Mothersof Young

  • Children with Special Needs, Participating in a Music Therapy Group

  • Research into the Development of voice assessment in Music therapy.

  • Promoting social communication through music therapy in children with autism spectrum disorder

Tónlist fylgir okkur frá vöggu til grafar og hreyfir við okkur á ýmsa vegu. Hún hreyfir við tilfinningum okkar og vekur eldmóð, hún nærir sálina og örvar ímyndunaraflið, vekur minningar og hugrenningatengsl, örvar innri hvöt og áhuga, sameinar og samstillir, skerpir skilningarvitin, samstillir huga og hönd, auðveldar og örvar líkamshreyfingar og svona mætti lengi telja. Tónlist og tónlistarþátttaka í öllum sínum fjölbreytileika og með allan sinn alögunarmátt er ekkert mannlegt óviðkomandi og jafnframt öflugt meðferðartæki sé henni beitt af kunnátu og innsæi af menntuðum músíkmeðferðarfræðingum.

Dr. Valgerður Jónsdóttir

Fulltrúi Íslands í EMTC

Tenglar

Músík.is http://www.musik.is/
Á þessu vefsvæði má finna alla íslenska vefi sem tengjast tónlist. Hér má einnig finna fréttapistla um tónlist, ummæli af ýmsu tagi, hljóðritanir, upplýsingar um tónleika, nám, tól og tæki og margt fleira. :)

Tónmenntavefurinn http://tonmennt.com/
Tónmenntavefurinn er alhliða tónlistarkennslusvæði.  Vefurinn er ætlaður tónlistarskólum, leik-grunn- og framhaldsskólum. Nemendur Tónstofunnar geta sótt lykilorð til kennara Tónstofunnar.

Á þessu vefsvæði geta nemendur stundað sjálfsnám eðagert verkefni undir handleiðslu kennara. Kennarar geta einnig sótt sér ítarefni, verkefni og upplýsingar um það sem að þeirra fagi snýr.
Vefurinn er í sífelldri endurnýjun og geymir lesefni með hljóðdæmum, nótum og gagnvirkum prófum.

Voices a world forum for music therapy  http://www.voices.no/
Voices er alþjóðlegt veftímarit um músíkþerapíu. Tímaritið birtir aðgengilegan texta af ýmsu tagi er snertir fræðigreinina og málefni músíkþerapista.  Voices er gefið út af GAMUT (Grieg Academy Music Therapy Research Centre, University of Bergen, Norway) og í samvinnu við World Federation of Music Therapy.

Approaches http://approaches.primarymusic.gr
Approaches er veftímarit með áhugaverðum greinum um tónlistarsérkennslu og músíkþerapíu. HERMES er fréttabréf þessa veftímarits. Allir geta gerst áskrifandi af tímaritinu með því að senda tölvupóst til: approaches.adm1@gmail.com