Music is a therapy. It is a communication far more powerful than words, far more immediate, far more efficient.
— Yehudi Menuhin
 

Hvað er músíkmeðferð?

Skilgreining Félags músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi (Físmús) sem var stofnað 14. ágúst 1997 er svohljóðandi: Músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða.

Hægt er að skilgreina fræðigreinina músíkmeðferð og starf músíkmeðferðarfræðingsins á ýmsa vegu og er engin ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining til á þessari fræðigrein. Hvernig músíkmeðferð er skilgreind fer nokkuð eftir þeirri stofnun sem starfað er á, þeim kenningum eða aðferðarfræði sem starfað er eftir og því hlutverki sem meðferðarfræðingurinn gegnir. Mismunandi áherslur eru oft lagðar á mikilvægi músíkmeðferðarfræðingsins annars vegar og tónlistarinnar hins vegar í meðferðinni og taka þarf tillit til hvort músíkmeðferðin sé talin sjálfstætt meðferðartæki eða hjálpartæki í heildarmeðferð skjólstæðings. Músíkmeðferð kemur ekki í stað talkennslu, iðjuþjálfunar, sjúkraþjálfunar eða annarra sérfræða sem beitt er í greiningu og meðferð. Hún opnar nýjar leiðir og eykur þá möguleika sem fyrir hendi eru, hvort heldur henni er beitt sjálfstætt, sem hjálpartæki, eða í teymi. 

Í músíkmeðferð er tónlist beitt sem tæki til að hjálpa fólki. Markmið meðferðarinnar getur verið að: Efla boðskipti, efla vitsmunaþroska, örva tjáningu tilfinninga, bæta andlega líðan, auka líkamsfærni, auka einbeitingu, og svo framvegis. Starfsvettvangur músíkmeðferðarfræðinga er fjölbreyttur og starfsaðferðir þeirra taka mið af þeim einstaklingi sem unnið er með og þeim skammtíma- og langtímamarkmiðum sem stefnt er að hverju sinni. 

Félag músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi er með fésbókarsíðu.

Listi yfir nokkur nýleg doktorsverkefni á þessum vettvangi.

 • The Practice of Music Therapy for Adults with Mental Health Problems.

 • The Relationship Between Diagnosis and Clinical Method Case Study/Phenomenological Research into

 • Counter-Transference in Music Therapy

 • Clinically Controlled Study on Joint Attention in Autistic Children

 • Quantitative and Qualitative Investigation into the Influence of Receptive Music Therapy with Cancer Survivors

 • The Effects of Song Singing on the Affective Intonation of People with Traumatic Brain Injury

 • Singing Dialogue. Music Therapy with Persons in Advanced Stages of Dementia. A Case Study Research Design

 • Enhancing Communication in Girls with Rett Syndrome Through Songs in Music Therapy

 • Song Creations by Children with Cancer - Process and Meaning

 • Randomized Controlled Study into Guided Relaxation for Patients in post Cardiac Surgery Care

 • Music-caring within the framework of early intervention The Lived Experience of a Group of Mothersof Young

 • Children with Special Needs, Participating in a Music Therapy Group

 • Research into the Development of voice assessment in Music therapy.

 • Promoting social communication through music therapy in children with autism spectrum disorder

http://www.mt-phd.aau.dk/phd-theses/
http://www.mt-phd.aau.dk/

Tenglar

Músík.is http://www.musik.is/
Á þessu vefsvæði má finna alla íslenska vefi sem tengjast tónlist. Hér má einnig finna fréttapistla um tónlist, ummæli af ýmsu tagi, hljóðritanir, upplýsingar um tónleika, nám, tól og tæki og margt fleira. :)

Tónmenntavefurinn http://tonmennt.com/
Tónmenntavefurinn er alhliða tónlistarkennslusvæði.  Vefurinn er ætlaður tónlistarskólum, leik-grunn- og framhaldsskólum. Nemendur Tónstofunnar geta sótt lykilorð til kennara Tónstofunnar.

Á þessu vefsvæði geta nemendur stundað sjálfsnám eðagert verkefni undir handleiðslu kennara. Kennarar geta einnig sótt sér ítarefni, verkefni og upplýsingar um það sem að þeirra fagi snýr.
Vefurinn er í sífelldri endurnýjun og geymir lesefni með hljóðdæmum, nótum og gagnvirkum prófum.

Voices a world forum for music therapy  http://www.voices.no/
Voices er alþjóðlegt veftímarit um músíkþerapíu. Tímaritið birtir aðgengilegan texta af ýmsu tagi er snertir fræðigreinina og málefni músíkþerapista.  Voices er gefið út af GAMUT (Grieg Academy Music Therapy Research Centre, University of Bergen, Norway) og í samvinnu við World Federation of Music Therapy.

Approaches http://approaches.primarymusic.gr
Approaches er veftímarit með áhugaverðum greinum um tónlistarsérkennslu og músíkþerapíu. HERMES er fréttabréf þessa veftímarits. Allir geta gerst áskrifandi af tímaritinu með því að senda tölvupóst til: approaches.adm1@gmail.com