Páskaleyfi og innritun fyrir skólaárið 2024-2025

Kæru nemendur og forráðamenn.

 Páskaleyfi er hafið í Tónstofunni. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 2. apríl samkvæmt stundaskrá.

 Ég nota tækifærið til að minnum á nauðsyn þess að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár. Það má gera hér:

https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

Afar mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur sæki einnig um stuðning til síns lögheimilissveitarfélags sem allra fyrst vegna næsta skólaárs, ætli þeir að halda námi sínu áfram. Ég minni á að umsókn er ekki skuldbinding. Eyðublöðin má finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Hafið samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst.  

 Gleðilega páska!

 

Dear students and guardians.

 The Easter holiday has begun in Tónstofan. Classes will resume on Tuesday, 2nd of April.

 I use this opportunity to remind you of the importance of renewing applications timely, for the next academic year.

You can do it here: https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

It is extremely important that those students who have a legal residence outside Reykjavík also apply for support to their municipality as soon as possible for the next academic year if they intend to continue their studies. I remind you that an application is not a commitment. The application forms (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) can be found on the municipal websites. Please contact the school office if you have any questions.

 Happy Easter!

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar, 2023

Kæru nemendur og forráðamenn.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn miðvikudaginn 8. nóvember kl. 19:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Skólaárið 2023-2024 er hafið!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla er hafin í Tónstofunni skólaárið 2023-2024. Nemendur ættu að vera búnir að fá upplýsingar frá kennurum sínum um kennslutíma. Enn gætu þó einhverjar tilfærslur átt sér stað þar sem reynt er að koma til móts við óskir allra.

Við vekjum athygli á því að nokkuð er um kennaraskipti hjá nemendum þar sem breyting hefur orðið á stöðugildum og kennarahópi Tónstofunnar. Vonandi tekst vel til svo allir verði sáttir.

Ekki er enn útséð um hvort nemendur á biðlista fái skólavist í vetur. Biðjum við því hlutaðeigendur um að sýna biðlund.

Með góðum óskum um gleðilegt og farsælt skólaár!

Endurnýjun umsókna skólaárið 2023-2024!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Undirbúningur fyrir skólaárið 2023-2024 er hafinn. Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Vakin er athygli á því að ef tónlistarskóli nemanda er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi veturinn 2023-2024 láti skólann/kennara sinn vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.

Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags), sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu. Umsóknareyðublöð frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags (ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum) má finna hér á heimasíðunni undir krækjunni Innritun.

Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is 

Hægt er að sækja um rafrænt hér á þessari upplýsingasíðu Reykjavíkurborgar.
https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar

 

Electronic applications for enrolment in Music schools in Reykjavik for the school year 2023-2024 are open. Enrolled students need also to renew their applications for next school year. Electronic application can be accessed through the following website https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar

Students who live outside Reykjavík (suburbs) must also contact their local school administration offices and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag". 


If questions arise, please contact Valgerður 
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is

 

 

Páskafrí hefst 3. apríl.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst páskafrí mánudaginn 3. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11. apríl. Ef einstaka kennarar einhverra hluta vegna bregða út af þessu, munu þeir hafa samband við nemendur sína.

Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Kærleikskveðja, kennarar Tónstofunnar

Dagur tónlistarskólanna

Sjöundi febrúar er tileinkaður tónlistarskólum þessa lands. Markmið dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna og að styrkja tengsl þeirra við nærsamfélagið.Í tilefni af Degi tónlistarskólanna standa skólarnir fyrir alls kyns viðburðum, svo sem tónleikum, fyrirlestrum, opnu húsi, námskeiðum, hljóðfærakynningum og fleiru. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að kynna starfið og gleðja aðra með leik og söng.

Í ár fagnar Tónstofan Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar með lokuðum og opnum tónleikum og opnu húsi þar sem hægt verður að spjalla, fræðast um Tónstofuna og taka þátt í tónrænum leik.

Klukkan 13:00 – 14:00 verða opnir tónleikar í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið er inn af jarðhæð norðan megin).

Klukkan 14:30 – 15:30 verður opið hús þar sem hægt verður að kynna sér starf Tónstofunnar og taka þátt í tónrænum leik.

Við horfum bjartsýn til framtíðar og væntum þess að ríki og borg taki höndum saman með vorhug og dirfsku að leiðarljósi, styrki undirstöður tónlistarskólanna, viðurkenni mikilvægi þeirra í menntun þjóðar og efli hlutverk tónlistarskólanna í þágu samfélagsins, menningar og tónlistar fyrir alla.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar 2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 21. nóvember kl. 18:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Frídagar fram undan!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla fellur niður í Tónstofunni frá og með miðvikudeginum 19. október til og með þriðjudeginum 25. október. Frídagarnir 19. og 20. október eru tilkomnir vegna styttingar vinnuvikunnar og síðan tekur vetrarfríið við.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október.

Fyrirkomulag frídaga vegna styttingar vinnuvikunnar hefur verið samþykkt af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Starfsdagar kennara á skólaárinu utan starfsdaga vegna málþings KÍ 8. og 9. september sl. hafa verið felldir niður. Kennslumagn nemendahópsins á því ekki að raskast.

Tónstofan býður nemendum sínum einnig upp á þátttöku í Listasmiðjunni og hafa nú þegar tvær slíkar verið haldnar.

Með kærri kveðju,

Valgerður

Reach more people with this post

You could reach up to 1,171 people daily by boosting your post for ISK3,500.

See insights and ads

Boost post

Like

Comment

Share


Innheimta skólagjalda veturinn 2022-2023

Kæru nemendur og forráðamenn.

Upplýsingar vegna breytinga á innheimtufyrirkomulagi kennslugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík.

Takið eftir! Skólagjöld Tónstofunnar eru óbreytt frá því í fyrra!  Skólagjöld skólanna standa undir rekstrarkostnaði öðrum en launum kennara sem eiga að vera greidd af sveitarfélögunum þegar best lætur. 

Eins og lesa má um á heimasíðu Tónstofunnar þá hefur kerfisbreyting átt sér stað er tengist innheimtu skólagjalda. Tónstofan vonar að þær muni ekki valda nemendum og forráðamönnum þeirra teljandi vandræðum. Þessi breyting kann samt að valda forráðamönnum óþægindum líkt og hún veldur skólastjórnanda Tónstofunnar, en vonandi komumst við í gegnum þetta saman.  

Nórakerfið sem Tónstofan og aðrir tónlistarskólar notuðu á síðasta skólaári (tengt greiðslumiðlun og ráðstöfun frístundakorta) hefur verið sameinað Sportabler kerfinu. Markmiðið með þeirri sameiningu er að sögn að bjóða uppá eina lausn sem þjónustar íþrótta- og tómstundastarf með öflugri og heildstæðari hætti en áður hefur þekkst.  

Í innheimtu skólagjalda Tónstofunnar skólaárið 2022-2023, sem nú er hafin í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/  geta forráðamenn og nemendur greitt skólagjöldin í einu lagi eða ákveðið að skipta þeim í allt að 8 greiðslur (í fyrra voru skólagjöld þeirra sem ekki gátu nýtt sér frístundastyrkinn innheimt með fjórum jöfnum greiðslum). Forráðamenn geta líka ákveðið að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar líkt og áður og lækkar þá innheimtan frá greiðslumiðlun sem því nemur.

Ég ítreka að skólagjöldin hafa ekki hækkað! Við þurfum að hjálpumst að við að komast í gegnum þessar kerfisbreytingar. Hikið ekki við að hafa samband við undirritaða nú eða afla ykkur upplýsinga í gegnum Frístundakort Reykjavíkurborgar og Kópavogs. Sjá hér að neðan. Nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eiga einnig að nýta sér greiðslufyrirkomulagið í gegnum Sportabler og fara þar inn (sjá hér að ofan) með auðkenni eða íslykli líkt og aðrir.

Frístundakort Reykjavíkurborgar er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 - 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn er 50.000 krónur á barn. Takið eftir! Ekki er lengur hægt að ráðstafa frístundastyrknum í gegnum Rafræna Reykjavík heldur eingöngu í gegnum skráningarkerfi félaga. Nánari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna hér. https://reykjavik.is/fristundakortid

Einnig er hægt að nýta Frístundakort Kópavogsbæjar sem veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2022 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Nánari upplýsingar um Frístundakort Kópavogsbæjar má finna hér. https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/fristundastyrkir

Forráðamönnum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er bent á að kynna sér frístundakerfi síns sveitarfélags. Með von um að þessi breyting sem er ekki í höndum undirritaðrar takist vel og verði þegar frá líður einungis til aukinna þæginda.

Vinsamlegast hefjið greiðslu skólagjaldanna!

Kær kveðja, Valgerður

 

 

 

LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. september 2022

LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. SEPTEMBER 2022, 14:00 - 15:00

Verið hjartanlega velkomin í Listasmiðju Tónstofunnar laugardaginn 17. september kl. 14 í Tónstofunni. Duo Stemma kemur í heimsókn!

"Ísland í tali og tónum - spilað á stokka og steina"

Í Duo Stemmu eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau leika sér með íslensk þjóðlög, fara með þulur og segja viðstöddum hljóðsögu um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa.

Steinaspil Páls frá Húsafelli verður með í för og fá þátttakendur að upplifa í því “hljóm” Íslands. Hljóðsagan fjallar um Fíu frænku sem er á ferðalagi með besta vini sínum Dúdda. Dúddi týnist og Fía leitar og leitar en finnur hún Dúdda eða mögulega eitthvað annað? Spennandi og skemmtileg saga sem lætur engan ósnortinn.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2022-2023

Kæru nemendur og forráðamenn.

Undirbúningur fyrir skólaárið 2022-2023 er hafinn. Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Vakin er athygli á því að ef tónlistarskóli nemanda er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi í Tónstofunni veturinn 2022-2023 láti skólann vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.

Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags), sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu. Í viðhengi er umsóknareyðublað frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags (ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum).

Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is 
Sjá tónlistarnám í Reykjavík - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik

Electronic applications for enrolment in Music schools in Reykjavik for the school year 2022-2023 have begun. Enrolled students need also to renew their applications for next school year. Electronic application can be accessed through Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is 
The school's secretary can also assist parents in their application process.

Students who live outside Reykjavík (suburbs) must also contact their local school administration offices and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag". 
If questions arise, please contact Valgerður 
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is

Kær kveðja, Valgerður

 

Páskafrí hefst 10. apríl.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst á pálmasunnudegi 10. apríl.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl.

Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 21. apríl er lögbundinn frídagur og þá er engin kennsla í Tónstofunni.

Með von í brjósti um að allir séu við góða heilsu, og gangi vonglaðir inn í sumarið óskum við ykkur gleðilegra páska.

 

Frístundastyrkurinn á vorönn 2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Þeir sem ætla sér að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar ættu nú að geta gert það vandræðalaust. Á það bæði við um nemendur með lögheimili í Reykjavík og í Kópavogi. Nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa að kynna sér fyrirkomulag frístundastyrkja hjá viðkomandi sveitarfélagi.

Skrá þarf nemendur í Sérkennslu I, Sérkennslu II, Sérkennslu III eða Sérkennslu IV allt eftir tímalengd og kennslufyrirkomulagi (einstaklingstími (ath. tímalengd), einstaklings- og hóptími). Vinsamlegast kynnið ykkur það á heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/gjaldskra eða með því að hafa samband við undirritaða á netfanginu tonsvj@mmedia.is Mikilvægt er að gera þetta rétt til að forðast bakfærslur og vandræði.

Ég bendi einnig á að frístundakortið er ekki beintengt innheimtukerfi Tónstofunnar og hvet ég því alla sem það ætla að gera að ráðstafa sem fyrst því nú styttist í innheimtu 3. greiðslu skólagjalda á þessu skólaári. Hér fyrir neðan er tengill á upplýsingar frá Reykjavíkurborg um ráðstöfun frístundakortsins.

https://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid

Kær kveðja, Valgerður

Til forelda/ forráðamanna barna í leik- og grunnskólum, frístundastarfi og tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavík 30. 12. 2021


Berist til forelda/ forráðamanna barna í leik- og grunnskólum, frístundastarfi og tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu.


Komið þið sæl, Dear all, Dzień dobry.


Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er.
Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í starfsemi grunn- og leikskóla, í frístundastarfi og í tónlistarskólum til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð.
Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.


Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu.


Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu. ALMANNAVARNANEFD HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS (AHS). Skógarhlíð 14 – 105 Reykjavík – Sími 528 3000 – ahs.is

Reykjavík 30. 12. 2021


To parents/guardians of children in preschools, primary schools, after school programs and music schools in the capital area.


Dear all.


Due to the rapid spread of Covid-19 and the increase in number of infections in the society, a disruption to the activites of preschools, primary schools, after school programs and music schools is exptected. It is expected that parts of preschools (some preschool classrooms) will have to close and teaching in some years or bigger groups in the primary schools will have to be canceled for a longer or shorter period of time. Directors will try to cover absences as much as possible.
Monday the 3rd of January will be a day of organisation in preschools, primary schools, after school programs and music schools in order to give the staff an opportunity to adapt school and leisure activities to the conditions in society and current regulation. This last wave of the epidemic has had a major impact on school activities and directors are doing everything possible to minimize the disruption. In order to support school activities, parents and guardians need to pay special attention to personal infection control. Children should not attend school with symptoms of cold and if there are symptoms a PCR test needs to be taken.


With best regards and hope that there will be as little disruption to activities as possible.


Jón Viðar Matthíasson, Manager of Civil Protection in the capital area ALMANNAVARNANEFD HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS (AHS). Skógarhlíð 14 – 105 Reykjavík – Sími 528 3000 – ahs.is

Reykjavík 30. 12. 2021


Przesłanie dla rodzicȯw/opiekunȯw dzieci w przedszkolach i szkołach podstawowych, świetlicach, zajęciach rekreacyjnych, szkołach muzycznych na terenie Reykjavíku.


Dzień dobry.


Biorąc pod uwagę szybkie rozprzestrzenianie się wirusa Covid -19 oraz wzrost liczby zakażeń w społeczności, oczekuje się że w nadchodzących dniach nastąpią zakłócenia w działalności przedszkoli, szkół podstawowych, świetlic, ośrodków rekreacyjnych, centrum młodzieżowych oraz w szkołach muzycznych. Przypuszczać można, że trzeba będzie zamknąć niektȯre grupy w przedszkolach oraz w szkołach podstawowych będą krótsze lub dłuższe lekcje/ nauczanie w poszczególnych klasach lub w grupach. Dyrekcja powinna starać sie organizować zajęcia lekcyjne w sytuacji nieobecności nauczyciela. Poniedziałek 3 stycznia 2022, będzie dniem organizacyjnym /planowania, działalności szkół podstawowych i przedszkoli, świetlic, ośrodków rekreacyjnych, centrum młodzieżowych oraz szkȯł muzycznych, aby dać pracownikom możliwość dostosowania swoich działań/swojej pracy do sytuacji w społeczności i obowiązujących przepisów. Ostatnia fala epidemii wywarła ogromny wpływ na kierownictwo i personel, ktȯry robi wszystko, aby zminimalizować zakłócenia. Aby wesprzeć wysiłki pracownikȯw, rodzice i opiekunowie proszeni są o zwracanie szczególnej uwagi i o kontrolę infekcji u dzieci. Dzieci nie powinny uczęszczać do szkoły z objawami przeziębienia lub muszą wykonywać testu PCR.
Z serdecznymi pozdrawiami i z nadzieją, że będzie jak najmniej zakłóceń w pracy.


Jón Viðar Matthíasson, Z poważaniem, Szef Obrony Cywilnej Obszaru Stołecznego

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Góðan dag.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 8. nóvember kl. 18:30 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir: 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra. 2. Skýrsla stjórnar.  3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.                                    4. Ákvörðun félagsgjalda. 5. Lagabreyting. Sjá hér að neðan! 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning skoðunarmanna reikninga.  8. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.  www.tonstofan.is.

Með bréfi þessu vill núverandi stjórn kynna tilurð og starfsemi félagsins.

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur sem þyrftu sérstakan stuðning hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa (1986). Þar hefur hún og frábærir samkennarar hennar annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í húsnæðið á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu. Félagsgjöld innheimtast að vori en greiðsla þeirra er valfrjáls.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktar- og minningarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011. Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar til margra ára. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru foreldrar Kára, þau Þorleifur Hauksson og Guðný Bjarnadóttir. Sjóðurinn er í vörslu Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar og aflar fjár með minningargjöfum. Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við og efla starfsemi Bjöllukórsins og Tónstofunnar. Minningarkort eru send í gegnum heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/styrktarsjodur/

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar. Í henni sitja nú:
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri Ásthildur Gyða Torfadóttir, ritari Jóhanna Andrea Jónsdóttir, meðstjórnandi Ottó Leifsson, meðstjórnandi
Valgerður Jónsdóttir, meðstjórnandi og fulltrúi kennara

Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar eru svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.
2. gr.
Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.
4. gr.
Í félaginu eru foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. ágúst il 31. júlí.
7. gr.
Félagsgjad er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

Kynning á lagabreytingu.

Lagt er til að 4. greinin verði svohljóðandi:

4. gr.
Í félaginu eru lögráða nemendur og foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.

 

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

 

Svæðisþing tónlistarskóla í Reykjavík - starfsdagur

Kæru nemendur og forráðamenn.

Miðvikudaginn 6. október fellur öll kennsla niður í Tónstofunni vegna starfsdags kennara.

Samkvæmt skóladagatali munu þeir sækja svæðisþing tónlistarskóla sem er vettvangur faglegrar umræðu um málefni tónlistarskólans og tónlistarnáms.

Efnistatriði þingsins eru þessi:

  1. Tónlistarskóli sem lærdómssamfélag.

  2. Markmiðssetning og kennsluáætlanir – skiptir þetta tvennt máli?

  3. Tónlistarskóli fyrir alla – tól og tæki.

  4. Niðurstöður könnunar og umræðuhópa um endurskoðun á aðalnámskrá, frá svæðisþingum 2020.

  5. Starfsþróunarmöguleikar í LHÍ - Námskeið og námsleiðir í boði.

  6. Tónlistarskólinn sem lærdómssamfélag – sérsniðið námskeið fyrir kennara og stjórnendur í tónlistarskólum skólaárið 2021-2022.

Svæðisþing tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þingin eru öllum opin.

Kær kveðja,

Valgerður

Upphaf skólaársins 2021-2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla hófst á ný eftir sumarfrí mánudaginn 30. ágúst. Kennarar eru þó enn að leggja lokahönd á stundatöflugerðina sem oft getur verið flókin. Umsækjendur á biðlista eru beðnir um að hafa biðlund.

Skólinn mun starfa samkvæmt nýjustu leiðbeiningum frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um framkvæmd skóla- og frístundastarfs næstu vikurnar. Sjá hér að neðan. Viðmiðin hafa verið samþykkt af neyðarstjórn Reykjavíkurborgar og gilda því um allt skóla- og frístundastarf í Reykjavík.

Með kærri kveðju og góðum óskum um farsælt skóla- og frístundaár,

Kennarar Tónstofunnar.

Tónlistarskólar og skólahljómsveitir:

1. Tónlistarskólum og skólahljómsveitum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi starfsemi með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks.

2. Mælst er til að starfsemi tónlistarskóla og skólahljómsveita sé hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og stjórnendur nýti fyrri reynslu í útfærslu á skipulagi starfsins.Tilgangurinn er að koma í veg fyrir röskun á starfsemi komi upp smit og hefta mögulega útbreiðslu innan skólans. Starfsfólk er hvatt til að fara sem minnst milli rýma/hólfa. Það er þó heimilt ef aðstæður krefjast og í þeim tilvikum skal gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.

3. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða 1 metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu.

4. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu í starfi tónlistarskóla og skólahljómsveita, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að

persónubundnum sóttvörnum.

5. Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í tónlistarskóla en skulu gæta að persónubundnum sóttvörnum og bera andlitsgrímur. Stjórnendum er heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í tónlistarskóla.

6. Mælst er til að ekki séu fleiri en 100 nemendur í hverju rými/hólfi.

7. Mælst er til að viðburðum á vegum tónlistarskóla verði streymt. Ef það er ekki mögulegt og nauðsynlegt að halda viðburð skal fjöldi miðast við að gestir geti virt 1 metra nálægðartakmörkun, grímuskylda viðhöfð og gætt sérstaklega að persónubundnum

sóttvörnum. Allir gestir skulu skráðir í númeruð sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri, varðveita skal skrána í tvær vikur og eyða henni að þeim tíma liðnum.

8. Aðrir sem koma inn í bygginguna, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkun, bera andlitsgrímur og gæta að persónubundnum sóttvörnum.

9. Gæta þarf ýtrustu sóttvarna á starfsmannafundum og að 1 metra nálægðartakmörk séu alltaf virt.

10. Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.

11. Útlán eða afnot af skólabyggingum til utanaðkomandi hópa skal takmörkuð eins og kostur er.

155

People Reached

10

Engagements

Distribution Score

Boost Post

66