Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar boðar til aðalfundar.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 28. október kl. 18:30 í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið inn á jarðhæð að norðanverðu).

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Lagabreytingar kynntar og lagðar fram til samþykktar.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.

5. gr. verður:
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í febrúar/mars árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.

6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá. 1. september til 31. ágúst.

6. gr. verður:
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. ágúst til 31. júlí.

4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Fyrirspurnir og umræður.

Með bréfi þessu vill núverandi stjórn kynna tilurð og starfsemi félagsins.
Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur sem þyrftu sérstakan stuðning hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa (1986). Þar hefur hún og frábærir samkennarar hennar annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu. Félagsgjöld innheimtast að vori en greiðsla þeirra er valfrjáls.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktar- og minningarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011. Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar til margra ára. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru foreldrar Kára, þau Þorleifur Hauksson og Guðný Bjarnadóttir. Sjóðurinn er í vörslu Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar og aflar fjár með minningargjöfum. Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við og efla starfsemi Bjöllukórsins og Tónstofunnar. Minningarkort eru send í gegnum heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/styrktarsjodur/

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar. Í henni sitja:
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Sólborg Bjarnadóttir, ritari
Dóra Eydís Pálsdóttir, meðstjórnandi
Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi
Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar hvetur alla til að mæta á aðalfundinn og tjá skoðanir sínar og hugmyndir varðandi framgang félagsins, markmið þess (sjá meðfylgjandi lög) og framtíð skólans. Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans www.tonstofan.is.

Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar eru svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.
2. gr.
Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.
4. gr.
Í félaginu eru foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst.
7. gr.
Félagsgjad er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

P.S.
Netfangalisti Tónstofunnar er uppfærður reglulega, en villur geta slæðst inn. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að uppfæra netföng sín (og barna sinna) á miðlægum gagnagrunni Reykjavíkurborgar (mínar síður).

Upphaf skólaársins 2019-2020

Kæru nemendur og forráðamenn.

Undirbúningur fyrir vetrarstarfið er í fullum gangi og stundatöflugerðin er hafin í Tónstofunni. Ef vel gengur hefst kennsla mánudaginn 26. ágúst. Við bendum ykkur á að hægt er að senda kennurum tölvupóst með upplýsingum um þær tímasetningar sem henta ykkur best. Reynt verður að koma til móts við óskir eins vel og kostur er.

Við vonum að þið hafið notið sumars og séuð spennt fyrir ljúfum leik á komandi vetri. Nýnema bjóðum við hjartanlega velkomna.

Með kærri kveðju og tilhlökkun!

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofunnar félagsgjöld.

Frá stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar.

Eni:  Kynning á Foreldra- og styrktarfélagi Tónstofunnar vegna innheimtu félagsgjalda.

Innheimta vegna félagsgjalda að upphæð 3.000 krónur hefur verið send í heimabanka og hvetur Foreldrafélagið nemendur og aðstandendur til að styðja starf félagsins með greiðslu félagsgjalda en áréttar að greiðslan er valfrjáls.

 Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem einstaklingar sem þyrftu sérstakan stuðning í námi hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

 Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa haustið 1986.  Þar hefur hún og frábærir samkennarar sem komu til starfa árið 2005 annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

 Auk þess að standa vörð um starfsemina og vinna að því að efla hana hefur foreldra- og styrktarfélagið sótt styrki til fyrirtækja, sem ásamt félagsgjöldum hafa meðal annars verið nýttir til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011 en Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar. Markmið sjóðsins er að efla starfsemi Bjöllukórsins. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans.

 Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar.  Í henni sitja:

Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður

Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður

Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri

Dóra Eydís Pálsdóttir, ritari

Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi

Sólborg Bjarnadóttir, meðstjórnandi

Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Páskafrí

Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst í dag á pálmasunnudegi 14. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl. 
Gleðilega páska!


Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2019-2020!

Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir áhugasamir um tónlistarnám í Tónstofunni.

Nemendafjöldi Tónstofunnar ræðst af þeim þjónustusamningi sem Reykjavíkurborg gerir við skólann og einnig þeim stuðningi sem nemendur með lögheimili í nágrannasveitarfélögunum fá frá ári til árs. Sá stuðningur er breytilegur og óviss á milli ára. Á hverjum tíma gerir Tónstofan eins vel og hún getur en harmar að geta ekki veitt öllum sem þess óska skólavist.

Föstudaginn 22. mars var opnað fyrir rafrænar umsóknir um tónlistarnám í tónlistarskólum með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg skólaárið 2019-2020.
Nemendur sem þegar stunda nám í tónlistarskólunum hafa að jafnaði forgang en þurfa að endurnýja umsóknir í samráði við kennara sína og skóla. Sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is
Ritari Tónstofunnar getur einnig gengið frá umsóknum fyrir næsta skólaár óski forráðamenn þess.

Nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur, þurfa einnig að endurnýja umsóknir hjá lögheimilissveitarfélagi sínu og er mikilvægt að gera það sem fyrst.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is 
Sjá tónlistarnám í Reykjavík - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik

Electronic applications for enrollment in Music schools in Reykjavik began March 22nd. Enrolled students need to renew their applications in consultation with their teacher and school authorities. Electronic application can be accessed through Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is 
The school's secretary can also assist parents in their application process.

Students who live outside Reykjavík must also contact their school administration office and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag". 
If questions arise please contact Valgerður 
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is

Polish:
Elektroniczne aplikacje do Miejskiej Szkoły Muzycznej zostaną otwarte dzięki umowom z Urzędem Miasta Reykjavik w roku szkolnym 2019-2020 od godz. 09:00 w piątek, 22 marca.
Uczniowie, którzy już są w szkołach muzycznych, muszą odnawiać aplikacje w porozumieniu ze swoją szkołą.

Zapisy za pośrednictwem strony internetowej: Electronic Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is
Jeśli pojawią się pytania, skontaktuj się z Miejską Szołą Muzyczną.

Zobacz jak wygląda edukacja w Miejskiej Szkole Muzycznej w Reykjaviku - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik

Rekrutacja do Orkiestry w Reykjaviku odbędzie się tydzień później i zostanie ogłoszona osobno.

Opið hús 2. mars!

Laugardaginn 2. mars verður opið hús í Tónstofunni.
Dagskráin verður sem hér segir:
Klukkan 10:00 hefst kynning á skólanum.
Klukkan 10:30 verður opin æfing Bjöllukórsins og áhugasamra gesta sem munu stilla saman strengi sína og syngja og leika saman.
Klukkan 11:30 verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði við undirleik orgelleikarans Gísla Björnssonar og annarra sem vilja stíga á svið og skemmta gestum. 
Dagskránni lýkur um klukkan 12:00.

Verið hjartanlega velkomin!

Vetrarfrí 25. og 26. febrúar!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar minna ykkur á vetrarfríið mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar.

Hugsast getur að kennarar bjóði upp á forfallatíma þessa daga og munu þeir þá hafa beint samband við sína nemendur hvað það varðar.

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar

Vorönnin 2019

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennarar Tónstofunnar óska nemendahópnum og aðstandendum þeirra gleðilegs árs!

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 3. janúar 2019.

Vegna veikinda og skipulagsmála hefst kennsla hjá nemendum Kirstínar Ernu Blöndal og Jónu Þórsdóttur í næstu viku (7. janúar) að öllu óbreyttu.

Fyrsta æfing hjá Bjöllukórnum á nýju ári verður föstudaginn 11. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,

Kennarar Tónstofunnar

Í dag er mannréttindadagur barna!

Stöndum vörð um mannréttindi ALLRA barna!


Mannréttindi fatlaðra barna eru sérstaklega áréttuð og varin í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og einnig í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja öllum fötluðum börnum á Íslandi þau réttindi sem mælt er fyrir um í þessum mikilvægu mannréttindasamningum.

"United Nations Universal Children’s Day was established in 1954 and is celebrated on November 20th each year to promote international togetherness, awareness among children worldwide, and improving children's welfare."

"November 20th is an important date as it is the date in 1959 when the UN General Assembly adopted the Declaration of the Rights of the Child. It is also the date in 1989 when the UN General assembly adopted the Convention on the Rights of the Child"

Í leit að töfrum - Tillaga að nýrri stjórnarskrá

Sunnudaginn 4. nóvember lauk listahátíðinni Cycle sem fór nú fram í fjórða sinn. Í bæklingi hátíðarinnar stendur „Hátíðin hefur á stuttum tíma náð að festa sig í sessi í íslensku menningarlífi sem fjölþjóðlegur vettvangur listrænnar samvinnu, sköpunar og rannsókna.“ „Hátíðin í ár ber yfirskriftina Þjóð meðal þjóða þar sem fjallað er um fullveldisafmæli Íslands í sambandi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar.“ 
Bjöllukór Tónstofunnar var boðið að taka þátt í verki Ólafs Ólafssonar og Libia Castro, sem flytjendur í verkinu Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Í Vinnustofu #2 sem fram fór dagana 25. til 28. október kom hópurinn saman til að vinna: söngvarar, hljóðfæraleikarar, lesendur og fleiri. Tónverkið, sem er „verk í ferli og opinni framvindu“ verður samið með ólíka hópa og einstaklinga í huga, leika og lærða þátttakendur með ólíka getu og bakgrunn. 
Tónskáldin Karólína Eiríksdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir sömdu tónlistina við þær greinar stjórnarskrárinnar sem Bjöllukórinn fékk að spreyta sig á. Við í Bjöllukórnum nutum okkar vel í þessu samstarfi. Við höfðum gaman af að kynnast nýrri tónlist og nýjum listamönnum, að opna kórinn fyrir nýjum flytjendum og að leggja hönd á plóginn með bjöllunum okkar Í leitinni að töfrum. 
Hjartans þakkir Ólafur Ólafsson og Libia Castro.

45273584_2474505262592100_3616726504660008960_o.jpg

Fréttapistill að loknum aðalfundi

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar var haldinn mánudaginn 29. október kl. 20:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23. Dagskrá aðalfundarins tók mið af almennum lögum um fundarsköp og var sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar. 
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 
7. Fyrirspurnir og umræður.

Á fundinum flutti Rut Ríkey Tryggvadóttir formaður skýrslu stjórnar og Gunnhildur Gísladóttir gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins til samþykktar. Ákveðið var að halda félagsgjaldinu óbreyttu eða krónur 3000. Greiðslan innheimtist að vori og er valfrjáls en afar mikilvæg sem aðal fjáröflunarleið félagsins. Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum og myndavél sem nýtist við kennslu og tónleikahald á Stórhöfðanum.

Í skýrslu sinni minntist Rut Ríkey pabba, Jóns Ragnars Einarssonar, sem lést 9. september sl. og þótti mér afar vænt um það. „Óneitanlega leitar hugurinn aftur til fyrstu ára Tónstofunnar á þessum tímapunkti. Yfirbygging Tónstofunnar hefur alla tíð verið lítil og hefur Valgerður notið dyggrar aðstoðar fjölskyldu sinnar á þessari áratuga vegferð. Á þessu ári kvaddi einnig sorgin dyra þegar faðir Valgerðar kvaddi okkur nú á haustdögum. Ég vil nota tækifærið til að þakka honum fyrir öll þau mikilvægu og óeigingjörnu störf sem hann vann í þágu Tónstofunnar.“

Þau eru ófá borðin, bekkirnir, hillurnar og standarnir sem pabbi smíðaði fyrir Tónstofuna í gegnum árin; að ekki sé minnst á alla aðra aðstoð, ómetanlegan stuðning og hvatningu sem hann og móðir mín hafa veitt á liðnum árum til að auðvelda framgang Tónstofunnar. Ég veit að þú fylgist með úr fjarlægð elsku pabbi og svífur yfir og allt um kring á tónleikunum okkar sem þú naust frá hjartans rótum.

„Hápunktur þessa árs“ segir Rut Ríkey „var svo þegar Valgerður var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu samfélagsins! Með þrautseigju, eljusemi, frumkvæði og trú sannfæringu sinni á jafnrétti allra til tónlistarnáms hefur henni tekist að afla skólanum þess virðingarsess sem hann nýtur í íslensku samfélagi!! Tónstofan hefur vaxið af draumsýn og við höfum horft á hana vaxa og njóta viðurkenningar og fengið að taka þátt í þeirri vegferð -Tónstofan á sér enn drauma og framtíðarsýn um ónumin lönd – hérlendis sem erlendis. Tónstofan og Valgerður hafa sýnt og sannað að það er allt hægt!“

Ég þakka stjórninni, sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar, fyrir þann kærleiksríka og ómetanlega stuðning sem hún hefur veitt mér í gegnum árin. Undirrituð, oft að niðurlotum komin, hefur sótt styrk í það trygga bakland sem hún á í stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar. Stjórnin hvetur alla sem áhuga hafa á framgangi félagsins, markmiðum þess og framtíð skólans að leggja lóð sín á vogarskálarnar með þátttöku í starfi félagsins. Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar.

Undir liðnum fyrirspurnir og önnur mál fór undirrituð í stuttu máli yfir starf skólans það sem af er haustönninni 2018:
Kennsla hófst mánudaginn 27. ágúst. Fjöldi nemenda er svipaður og í fyrra, en miðað við núverandi aðstæður og fyrirkomulag hefur Tónstofan bolmagn til að kenna 130 nemendum. 
Samvinna við Ás styrktarfélag heldur áfram sem býður skjólstæðingum sínum að sækja námskeiðin “Tón-leikur” og “Radd-leikur” í Tónstofunni. 
Tónstofan er áfram með útibú í Öskju þar sem Jóna Þórsdóttir kennir nemendum í 5. til 10. bekk Klettaskóla. Tónstofan er einnig með aðstöðu í Bjarkarási þar sem Jóna kennir yngstu nemendum Tónstofunnar. Nemendur hafa einnig kost á að sækja tíma sína í Háaleitisskóla hjá Marie Huby og tveir nemendur nýta sér það á haustönninni. Við erum þakklát fyrir þann velvilja sem forráðamönnum nemendahópsns er auðsýndur með því að gera þetta mögulegt.

Aldur nemendahópsins er breiður, en í upphafi skólaársins eru þeir frá eins og hálfs árs til sextíu ára gamlir. 
Stöðugildi kennara eru fjögur. Tveir eru í fullu starfi en fimm kennarar skipta með sér tveimur stöðugildum.

Á starfsdegi kennara 24. september kom prófessor Kristín Björnsdóttir í heimsókn til okkar og flutti skemmtilegt erindi um "Skóla án aðgreiningar". Í framhaldi af erindi Kristínar spunnust á kennarastofunni líflegar umræður um stöðu Tónstofunnar í íslensku samfélagi.

Hljómvangur I, II, og III er nú aðgengilegur á netinu, og hafa myndböndin fengið góðar undirtektir. Við þökkum Álfheiði Erlu Guðmundsdóttur hjartanlega fyrir vel unnin störf. Viðtöl við foreldra og tónelskt listafólk veitir dýmæta innsýn í starfsemi og hugsjón Tónstofunnar.

Mánudaginn 8. október lék Bjöllukórinn í Ráðhúsinu fyrir ráðstefnugesti “International Short Break Association”. Bjöllukórinn stóð sig vel að vanda og vakti hljóðfærið okkar (bjöllurnar) mikla forvitni meðal ráðstefnugesta sem vildu vita hvernig hægt væri að nota þær með ólíkum hópum fólks.

Sunnudaginn 14. október hélt undirrituð “keynote speech” á ráðstefnunni Diversity within the Creative Arts Therapies norrænni ráðstefnu listmeðferðarfræðinga, músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga. https://www.ncatc2018.is/ 
Fyrstu ráðstefnuna skipulagði listmeðferðarfræðingurinn Sigríður Björnsdóttir árið 1975. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að tjá mig um þær meginhugmyndir (keynote) sem ég hef að leiðarljósi í starfi mínu sem músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari. Fyrirlesturinn hét "Community Centred Music Caring. What defines us as therapists?" Ég er einnig afar þakklát tónlistarmanninum Gísla Björnssyni sem var mér til halds og trausts á fyrirlestrinum og glæddi hann lífi með sínum einstaka hljóðfæraleik.

Karólína Eiríksdóttir tónskáld kom í heimsókn til okkar á Bjöllukórsæfingu föstudaginn 5. október. Tilgangurinn var að kynnast kórnum og möguleikum hans vegna þátttöku í verki Ólafs Ólafssonar og Libia Castro "Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland" sem var og er hluti af listahátíðinni Cycle sem fór nú fram í fjórða sinn. Við höfðum ánægju af að leika fyrir Karólínu og verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig samstarfið þróast. 
Í bæklingi hátíðarinnar sem lauk 4. nóvember stendur „Hátíðin hefur á stuttum tíma náð að festa sig í sessi í íslensku menningarlífi sem fjölþjóðlegur vettvangur listrænnar samvinnu, sköpunar og rannsókna.“ „Hátíðin í ár ber yfirskriftina Þjóð meðal þjóða þar sem fjallað er um fullveldisafmæli Íslands í sambandi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar.“

Í Vinnustofu #2 sem fram fór dagana 25. til 28. október kom hópurinn saman til að vinna: söngvarar, hljóðfæraleikarar, lesendur og fleiri. Tónverkið, sem er „verk í ferli og opinni framvindu“ verður samið með ólíka hópa og einstaklinga í huga, leika og lærða þátttakendur með ólíka getu og bakgrunn. Tónskáldin Karólína Eiríksdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir sömdu tónlistina við þær greinar stjórnarskrárinnar sem Bjöllukórinn fékk að spreyta sig á. Við í Bjöllukórnum nutum okkar vel í þessu samstarfi. Við höfðum gaman af að kynnast nýrri tónlist og nýjum listamönnum, að opna kórinn fyrir nýjum flytjendum og að leggja hönd á plóginn með bjöllunum okkar Í leitinni að töfrum. Hjartans þakkir Ólafur Ólafsson og Libia Castro. Framhaldið verður spennandi!

Tónstofan hefur fengið boð frá norskum vinum sínum frá Gjøvik (þeim sem heimsóttu okkur vorið 2017) um að koma í heimsókn þegar þau fagna 10 ára afmæli sínu haustið 2019. Mér þykir persónulega mjög vænt um þetta boð og hef þegið það fyrir hönd Bjöllukórsins sem hefur frá stofnun hans árið 1997 verið í framvarðasveit Tónstofunnar.

Framundan hjá kórnum í desember eru ófá verkefni, þar sem við fáum tækifæri til að miðla fagurri tónlist í einstökum hljómi einlægni og kærleika.

„Eftir glæsilegt afmælisár veturinn 2016-2017 heldur Tónstofan áfram að vaxa og dafna“ eins og Rut Ríkey komst að orði í skýrslu stjórnar á aðalfundinum. Við eigum útgefna tvo hljómdiska og mynddisk „Hljómfang“ og „Hljómvang“ sem eru til sölu í Tónstofunni og í 12 Tónum. Heimasíðan er hin glæsilegasta með fjölbreyttu efni og kynningarmyndböndunum Hljómvangur I, II, og III. https://tonstofan.is/hljomvangur/ 
Á Hljómvangi mun myndböndum úr starfi skólans fjölga eins og starfskraftar leyfa.

Blað var brotið í sögu skólans í haust þegar ráðnar voru manneskjur til að þrífa skólann en því hlutverki hefur undirrituð gengt í 31 ár.

Niðurstöður foreldrakönnunar skóla- og frístundasviðs frá sl. vori komu vel út fyrir Tónstofuna og var svar hlutfall 55%. Mun Tónstofan vinna úr tölfræðilegum upplýsingum og opnum svörum könnunarinnar til hagsbóta fyrir nemendahópinn og forráðamenn þeirra. Þess má geta að 100% svarenda töldu skólann uppfylla vel þær væntingar sem þeir gera til tónlistasrnáms barna sinna, og þegar á heildina er litið voru 100% svarenda ánægðir með starfsemina.

Á þessum jákvæðu nótum og með jólalög- og sálma allt umlykjandi sem hljóma frá hverri stofu til undirbúnings jólatónleikunum sem framundan eru lýk ég þessum pistli.

Valgerður Jónsdóttir.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 20:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið inn á jarðhæð að norðanverðu).

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar. 
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 
7. Fyrirspurnir og umræður.

 Með bréfi þessu vill núverandi stjórn kynna tilurð og starfsemi félagsins.

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur sem þyrftu sérstakan stuðning hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa (1986). Þar hefur hún og frábærir samkennarar hennar annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu. Félagsgjöld innheimtast að vori en greiðsla þeirra er valfrjáls.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktar- og minningarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011. Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar til margra ára. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru foreldrar Kára, þau Þorleifur Hauksson og Guðný Bjarnadóttir. Sjóðurinn er í vörslu Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar og aflar fjár með minningargjöfum. Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við og efla starfsemi Bjöllukórsins og Tónstofunnar. Minningarkort eru send í gegnum heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/styrktarsjodur/

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar. Í henni sitja:
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Sólborg Bjarnadóttir, ritari
Dóra Eydís Pálsdóttir, meðstjórnandi
Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi
Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

 Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar hvetur alla til að mæta á aðalfundinn og tjá skoðanir sínar og hugmyndir varðandi framgang félagsins, markmið þess (sjá meðfylgjandi lög) og framtíð skólans. Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans www.tonstofan.is.

 Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar eru svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.
2. gr.
Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.
4. gr.
Í félaginu eru foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst.
7. gr.
Félagsgjad er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

 Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Upphaf skólaársins 2018-2019

Kæru nemendur og forráðamenn.

Við vonum að þið hafið notið sumars og að þið séuð spennt fyrir að halda áfram leik á komandi vetri. Nýnema bjóðum við hjartanlega velkomna!

Kennarar hefja stundatöflugerðina í næstu viku og ef hún gengur vel hefst kennsla mánudaginn 27. ágúst. Við bendum ykkur á að hægt er að senda kennurum tölvupóst með upplýsingum um þær tímasetningar sem henta ykkur best. Munum við reyna að koma til móts við óskirnar eins vel og kostur er.

Með kærri kveðju og tilhlökkun!

 

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2018-2019 og viðhorfskönnun frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

 

Kæru nemendur og forráðamenn.

Vorverkin eru hafin í Tónstofunni. Þeim fylgir áminning til nemendahópsins um að sækja um fyrir næsta skólaár ætli þeir að halda námi sínu áfram.

Þeir sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur þurfa einnig að sækja um til síns lögheimilissveitarfélags og er það afar brýnt. Það er gert á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðum sveitarfélaganna (íbúagáttunum).

Kennarar munu einnig forvitnast um fyrirætlanir nemendahópsins og nemendalistar verða uppfærðir samhliða.


Á næstu dögum fer af stað viðhorfskönnun til forráðamanna nemenda í tónlistarnámi.  Könnunin er á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (SFS).

Skólinn fær sérstaka skýrslu með niðurstöðum auk þess sem heildarskýrsla er gerð fyrir alla tónlistarskóla/skólahljómsveitir borgarinnar. 

Könnunin fer fram á netinu og verður sendur hlekkur á hana á forráðamann hvers nemanda.

Svörun er mjög mikilvæg og viljum við hvetja ykkur til að bregðast vel við og taka þátt ef beiðni um þátttöku berst til ykkar.

Með kærri kveðju,

Valgerður

Hljómvangur

Við kynnum með stolti hljóð- og mynddiskinn Hljómvang.

Á hljómdiskinum leikur Bjöllukór Tónstofu Valgerðar 13 vel valin íslensk lög. Á mynddiskinum er upptaka frá 30 ára afmælistónleikum Tónstofunnar í Salnum 28. maí sl. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem komu að gerð Hljómvangs.

Diskinn má nálgast í Tónstofu Valgerðar.

IMG_2831.jpg
IMG_2850.jpg
IMG_2876.jpg

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar

 

Frá stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 13. nóvember kl. 20:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið inn á jarðhæð að norðanverðu).

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar. 
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 
7. Fyrirspurnir og umræður.

Með bréfi þessu vill núverandi stjórn kynna tilurð og starfsemi félagsins.

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur sem þyrftu sérstakan stuðning hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa (1986). Þar hefur hún og frábærir samkennarar hennar annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu. Félagsgjöld innheimtast að vori en greiðsla þeirra er valfrjáls.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktar- og minningarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011. Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar til margra ára. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru foreldrar Kára, þau Þorleifur Hauksson og Guðný Bjarnadóttir. Sjóðurinn er í vörslu Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar og aflar fjár með minningargjöfum. Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við og efla starfsemi Bjöllukórsins og Tónstofunnar. Minningarkort eru send í gegnum heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/styrktarsjodur/

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar. Í henni sitja:
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Þorleifur Hauksson, ritari
Sólborg Bjarnadóttir, meðstjórnandi
Dóra Eydís Pálsdóttir, meðstjórnandi
Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi
Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar hvetur alla til að mæta á aðalfundinn og tjá skoðanir sínar og hugmyndir varðandi framgang félagsins, markmið þess (sjá meðfylgjandi lög) og framtíð skólans. Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans www.tonstofan.is.

Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar eru svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.
2. gr.
Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.
4. gr.
Í félaginu eru foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst.
7. gr.
Félagsgjad er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

P.S. 
Netfangalisti Tónstofunnar er uppfærður reglulega, en villur geta slæðst inn. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að uppfæra netföng sín (og barna sinna) á miðlægum gagnagrunni Reykjavíkurborgar (mínar síður).

 

Frístundastyrkurinn í Kópavogi

Góðan dag.

Nú er búið að opna fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Tómstundagátt Kópavogsbæjar. Ef foreldrar ætla að ráðstafa frístundastyrknum að hluta til eða að öllu leyti til Tónstofunnar eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera það strax. Fylgst verður með ráðstöfun og innheimtu skólagjalda í kerfi greiðslumiðlunar. Takið eftir að nemendur eru skráðir í Sérkennslu 1 eða Sérkennslu 2 og fer það eftir lengd kennslustunda.

Frekari upplýsingar um innheimtu skólagjalda má finna á heimasíðu skólans. Leiðgeiningar um skráningu í íbúagátt Kópavogs má finna hér:

https://www.kopavogur.is/static/files/Skjol/leidbeiningar-ibuagatt-2016-1.pdf

Ef vandamál koma upp vinsamlegast hafið þá samband við undirritaða eða Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar í síma 5701500 eða á netfangið: gunnarg@kopavogur.is

Kær kveðja, Valgerður Jónsdóttir

 

Frístundakortið - haustönn 2017

Kæru forráðamenn og nemendur með lögheimili í Reykjavík.
Búið er að opna fyrir ráðstöfun Frístundakortsins vegna haustannar 2017. Þeir sem ætla að ráðstafa styrknum til Tónstofunnar vinsamlegast geri það tímanlega! Munið að ráðstöfun Frístundakortsins er ekki beintengd við innheimtuþjónustu bankanna. Fyrsta greiðsla skólagjalda verður innheimt um mánaðarmótin. 
Frekari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna á vefnum.
http://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid

Haustönn 2017

Kæru nemendur og forráðamenn.

Þar sem grunnskólarnir hafa nú verið settir hefjast kennarar Tónstofunnar handa við stundatöflugerð og munu þeir hafa samband við nemendahópinn sinn. Ef allt gengur samkvæmt áætlun hefst kennsla mánudaginn 28. ágúst. Við vonum að þið hafið haft það gott í sumar og hlökkum til að taka þátt í músíkævintýrum vetrarins með ykkur.

Kær kveðja,
Kennarar Tónstofunnar

Nemendaferð til Lettlands

Kammerhópur Tónstofunnar ásamt fylgdarliði fór í ferðalag til Lettlands dagana 19. til 25. júní. 
Ferðalagið var liður í Nordplus Junior samstarfi afmælisársins sem sagt hefur verið frá á heimasíðu skólans. Verkefnið ber yfirskriftina „Deilum menningararfinum í listsköpun“. 
Lettnesku gestgjafarnir tóku á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og allt gekk snuðrulaust fyrir sig.

Listafólkið í Kammerhópnum stóð sig afburða vel; fór með texta, dansaði, lék og söng af snilld með öllu hinu tónlistarfólkinu. Ég vona að þátttaka okkar verði til þess að finnski og lettneski tónlistarskólinn opni dyr sínar fyrir öllum sem áhuga hafa á tónlistarnámi. Kammerhópurinn sem tók þátt að þessu sinni er frábær fyrirmynd. Reynslunni ríkari, glöð og stolt færum við innilegar þakkir til allra sem gerðu þetta mögulegt.

We speak different languages but we share a common love for music. There is but one sky and we are all born with a beautiful song in our hearts. Enormously grateful for the adventures we have experienced while sharing with our friends our cultural heritage through music our gratitude goes to Mr. Tapani Lakaniemi and Marite Purine for their initiative, care, and endless hospitality. We are also thankful for the funds from the Nordplus Junior program (the Nordic Council of Ministers) which has made this financially possible. And to all the artists, thank you for your beautiful heartwarming musical gifts. On stage there are no boarders. We share beauty and love from one heart to another.

Thank you!