Langspilsleikur á góu, 8. mars
Listasmiðja laugardaginn 8. mars 2025
Langspilsleikur á góu.
Hvenær?
Laugardaginn 8 mars
14:30 – 15:30
Ókeypis aðgangur
Hvar?
Tónstofa Valgerðar
Stórhöfða 23
Gengið inn af jarðhæð norðan megin
Aðgengi er mjög gott
Hvað?
Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og þjóðfræðingur kemur í heimsókn.
Hann kennir okkur að leika á langspil og fræðir okkur um alþýðumenningu fyrri tíðar.
Langspilssleikur er aðgengilegur öllum.
Vetrarfrí í Tónstofunni 21. - 25. febrúar!
Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst vetrarfrí hjá okkur í dag föstudaginn 21. febrúar.
Það verður frí mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. febrúar.
Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. febrúar.
Starfsdagur verður á Öskudegi miðvikudaginn 5. mars.
Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar
Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar, 2024
Kæru nemendur og forráðamenn.
Við minnum á Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar sem verður haldinn mánudaginn 4. nóvember kl. 17:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23. Til fundarins var boðað með tölvupósti til nemenda og forráðamanna 26. október 2024.
Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Fyrirspurnir og umræður.
Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is
Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum. www.tonstofan.is.
Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar
Bjöllukórinn á tónleikum Listar án landamæra
Bjöllukór Tónstofu Valgerðar hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024.
Bjöllukórinn er innilega þakklátur fyrir heiðursviðurkenninguna og býður ykkur hjartanlega velkomin á tónleika í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 20. október klukkan 15:00, þar sem Bjöllukórinn tekur þátt í fjölbreyttri tónleikadagskrá. Tónleikarnir eru einn af fjölmörgum spennandi viðburðum hátíðarinnar í ár.
Aðgangur ókeypis!
Bjöllukórinn var stofnaður haustið 1997 og í dag eru meðlimir kórsins tólf. Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir og Íris Björk Sveinsdóttir.
Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson, Högna Egilssyni, Ólafi Ólafssyni og Libia Castro. Kórinn hefur einnig tekið þátt í verkefnum í Noregi, Finnlandi og í Lettlandi. Síðasta ævintýri Bjöllukórsins var þátttaka í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjöllukórinn hefur gefið út tvær plötur, Hljómfang árið 2012 og Hljómvang 2017.
Páskaleyfi og innritun fyrir skólaárið 2024-2025
Kæru nemendur og forráðamenn.
Páskaleyfi er hafið í Tónstofunni. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 2. apríl samkvæmt stundaskrá.
Ég nota tækifærið til að minnum á nauðsyn þess að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár. Það má gera hér:
https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/
Afar mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur sæki einnig um stuðning til síns lögheimilissveitarfélags sem allra fyrst vegna næsta skólaárs, ætli þeir að halda námi sínu áfram. Ég minni á að umsókn er ekki skuldbinding. Eyðublöðin má finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Hafið samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst.
Gleðilega páska!
Dear students and guardians.
The Easter holiday has begun in Tónstofan. Classes will resume on Tuesday, 2nd of April.
I use this opportunity to remind you of the importance of renewing applications timely, for the next academic year.
You can do it here: https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/
It is extremely important that those students who have a legal residence outside Reykjavík also apply for support to their municipality as soon as possible for the next academic year if they intend to continue their studies. I remind you that an application is not a commitment. The application forms (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) can be found on the municipal websites. Please contact the school office if you have any questions.
Happy Easter!
Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar, 2023
Kæru nemendur og forráðamenn.
Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn miðvikudaginn 8. nóvember kl. 19:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.
Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Fyrirspurnir og umræður.
Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is
Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.
Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar
Haustfrí í Tónstofu Valgerðar hefst föstudaginn 27. október.
Kæru nemendur og forráðamenn.
Haustfrí í Tónstofu Valgerðar hefst föstudaginn 27. október og stendur til miðvikudagsins 1. nóvember að báðum dögum meðtöldum.
Ég vek athygli á því að ef kennari hefur ákveðið annað, vegna forfalla eða tilfærslu á frídögum, þá mun hann hafa samband við nemendahópinn sinn.
Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar
Skólaárið 2023-2024 er hafið!
Kæru nemendur og forráðamenn.
Kennsla er hafin í Tónstofunni skólaárið 2023-2024. Nemendur ættu að vera búnir að fá upplýsingar frá kennurum sínum um kennslutíma. Enn gætu þó einhverjar tilfærslur átt sér stað þar sem reynt er að koma til móts við óskir allra.
Við vekjum athygli á því að nokkuð er um kennaraskipti hjá nemendum þar sem breyting hefur orðið á stöðugildum og kennarahópi Tónstofunnar. Vonandi tekst vel til svo allir verði sáttir.
Ekki er enn útséð um hvort nemendur á biðlista fái skólavist í vetur. Biðjum við því hlutaðeigendur um að sýna biðlund.
Með góðum óskum um gleðilegt og farsælt skólaár!
Endurnýjun umsókna skólaárið 2023-2024!
Kæru nemendur og forráðamenn.
Undirbúningur fyrir skólaárið 2023-2024 er hafinn. Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.
Vakin er athygli á því að ef tónlistarskóli nemanda er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi veturinn 2023-2024 láti skólann/kennara sinn vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.
Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags), sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu. Umsóknareyðublöð frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags (ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum) má finna hér á heimasíðunni undir krækjunni Innritun.
Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er.
Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is
Hægt er að sækja um rafrænt hér á þessari upplýsingasíðu Reykjavíkurborgar.
https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar
Electronic applications for enrolment in Music schools in Reykjavik for the school year 2023-2024 are open. Enrolled students need also to renew their applications for next school year. Electronic application can be accessed through the following website https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar
Students who live outside Reykjavík (suburbs) must also contact their local school administration offices and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag".
If questions arise, please contact Valgerður
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is
Páskafrí hefst 3. apríl.
Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst páskafrí mánudaginn 3. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11. apríl. Ef einstaka kennarar einhverra hluta vegna bregða út af þessu, munu þeir hafa samband við nemendur sína.
Við óskum ykkur gleðilegra páska!
Kærleikskveðja, kennarar Tónstofunnar
Dagur tónlistarskólanna
Sjöundi febrúar er tileinkaður tónlistarskólum þessa lands. Markmið dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna og að styrkja tengsl þeirra við nærsamfélagið.Í tilefni af Degi tónlistarskólanna standa skólarnir fyrir alls kyns viðburðum, svo sem tónleikum, fyrirlestrum, opnu húsi, námskeiðum, hljóðfærakynningum og fleiru. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að kynna starfið og gleðja aðra með leik og söng.
Í ár fagnar Tónstofan Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar með lokuðum og opnum tónleikum og opnu húsi þar sem hægt verður að spjalla, fræðast um Tónstofuna og taka þátt í tónrænum leik.
Klukkan 13:00 – 14:00 verða opnir tónleikar í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið er inn af jarðhæð norðan megin).
Klukkan 14:30 – 15:30 verður opið hús þar sem hægt verður að kynna sér starf Tónstofunnar og taka þátt í tónrænum leik.
Við horfum bjartsýn til framtíðar og væntum þess að ríki og borg taki höndum saman með vorhug og dirfsku að leiðarljósi, styrki undirstöður tónlistarskólanna, viðurkenni mikilvægi þeirra í menntun þjóðar og efli hlutverk tónlistarskólanna í þágu samfélagsins, menningar og tónlistar fyrir alla.
Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar 2022
Kæru nemendur og forráðamenn.
Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 21. nóvember kl. 18:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.
Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga.
7. Fyrirspurnir og umræður.
Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is
Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.
Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar
Frídagar fram undan!
Kæru nemendur og forráðamenn.
Kennsla fellur niður í Tónstofunni frá og með miðvikudeginum 19. október til og með þriðjudeginum 25. október. Frídagarnir 19. og 20. október eru tilkomnir vegna styttingar vinnuvikunnar og síðan tekur vetrarfríið við.
Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október.
Fyrirkomulag frídaga vegna styttingar vinnuvikunnar hefur verið samþykkt af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Starfsdagar kennara á skólaárinu utan starfsdaga vegna málþings KÍ 8. og 9. september sl. hafa verið felldir niður. Kennslumagn nemendahópsins á því ekki að raskast.
Tónstofan býður nemendum sínum einnig upp á þátttöku í Listasmiðjunni og hafa nú þegar tvær slíkar verið haldnar.
Með kærri kveðju,
Valgerður
Reach more people with this post
You could reach up to 1,171 people daily by boosting your post for ISK3,500.
See insights and ads
Like
Comment
Share
Innheimta skólagjalda veturinn 2022-2023
Kæru nemendur og forráðamenn.
Upplýsingar vegna breytinga á innheimtufyrirkomulagi kennslugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjavík.
Takið eftir! Skólagjöld Tónstofunnar eru óbreytt frá því í fyrra! Skólagjöld skólanna standa undir rekstrarkostnaði öðrum en launum kennara sem eiga að vera greidd af sveitarfélögunum þegar best lætur.
Eins og lesa má um á heimasíðu Tónstofunnar þá hefur kerfisbreyting átt sér stað er tengist innheimtu skólagjalda. Tónstofan vonar að þær muni ekki valda nemendum og forráðamönnum þeirra teljandi vandræðum. Þessi breyting kann samt að valda forráðamönnum óþægindum líkt og hún veldur skólastjórnanda Tónstofunnar, en vonandi komumst við í gegnum þetta saman.
Nórakerfið sem Tónstofan og aðrir tónlistarskólar notuðu á síðasta skólaári (tengt greiðslumiðlun og ráðstöfun frístundakorta) hefur verið sameinað Sportabler kerfinu. Markmiðið með þeirri sameiningu er að sögn að bjóða uppá eina lausn sem þjónustar íþrótta- og tómstundastarf með öflugri og heildstæðari hætti en áður hefur þekkst.
Í innheimtu skólagjalda Tónstofunnar skólaárið 2022-2023, sem nú er hafin í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/ geta forráðamenn og nemendur greitt skólagjöldin í einu lagi eða ákveðið að skipta þeim í allt að 8 greiðslur (í fyrra voru skólagjöld þeirra sem ekki gátu nýtt sér frístundastyrkinn innheimt með fjórum jöfnum greiðslum). Forráðamenn geta líka ákveðið að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar líkt og áður og lækkar þá innheimtan frá greiðslumiðlun sem því nemur.
Ég ítreka að skólagjöldin hafa ekki hækkað! Við þurfum að hjálpumst að við að komast í gegnum þessar kerfisbreytingar. Hikið ekki við að hafa samband við undirritaða nú eða afla ykkur upplýsinga í gegnum Frístundakort Reykjavíkurborgar og Kópavogs. Sjá hér að neðan. Nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum eiga einnig að nýta sér greiðslufyrirkomulagið í gegnum Sportabler og fara þar inn (sjá hér að ofan) með auðkenni eða íslykli líkt og aðrir.
Frístundakort Reykjavíkurborgar er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 - 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Styrkurinn er 50.000 krónur á barn. Takið eftir! Ekki er lengur hægt að ráðstafa frístundastyrknum í gegnum Rafræna Reykjavík heldur eingöngu í gegnum skráningarkerfi félaga. Nánari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna hér. https://reykjavik.is/fristundakortid
Einnig er hægt að nýta Frístundakort Kópavogsbæjar sem veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2022 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Nánari upplýsingar um Frístundakort Kópavogsbæjar má finna hér. https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/fristundastyrkir
Forráðamönnum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er bent á að kynna sér frístundakerfi síns sveitarfélags. Með von um að þessi breyting sem er ekki í höndum undirritaðrar takist vel og verði þegar frá líður einungis til aukinna þæginda.
Vinsamlegast hefjið greiðslu skólagjaldanna!
Kær kveðja, Valgerður
LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. september 2022
LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. SEPTEMBER 2022, 14:00 - 15:00
Verið hjartanlega velkomin í Listasmiðju Tónstofunnar laugardaginn 17. september kl. 14 í Tónstofunni. Duo Stemma kemur í heimsókn!
"Ísland í tali og tónum - spilað á stokka og steina"
Í Duo Stemmu eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þau leika sér með íslensk þjóðlög, fara með þulur og segja viðstöddum hljóðsögu um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa.
Steinaspil Páls frá Húsafelli verður með í för og fá þátttakendur að upplifa í því “hljóm” Íslands. Hljóðsagan fjallar um Fíu frænku sem er á ferðalagi með besta vini sínum Dúdda. Dúddi týnist og Fía leitar og leitar en finnur hún Dúdda eða mögulega eitthvað annað? Spennandi og skemmtileg saga sem lætur engan ósnortinn.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Kennsla fellur niður 8. og 9. september vegna ráðstefnunnar Tónlist er fyrir alla.
Kæru nemendur og forráðamenn.
Vegna ráðstefnu hjá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum / Kennarasambandi Íslands sem ber yfirskriftina Tónlist er fyrir alla fellur öll kennsla niður í Tónstofunni fimmtudaginn 8. september og föstudaginn 9. september.
Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar
Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2022-2023
Kæru nemendur og forráðamenn.
Undirbúningur fyrir skólaárið 2022-2023 er hafinn. Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.
Vakin er athygli á því að ef tónlistarskóli nemanda er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi í Tónstofunni veturinn 2022-2023 láti skólann vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.
Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags), sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu. Í viðhengi er umsóknareyðublað frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags (ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum).
Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er.
Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is
Sjá tónlistarnám í Reykjavík - http://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik
Electronic applications for enrolment in Music schools in Reykjavik for the school year 2022-2023 have begun. Enrolled students need also to renew their applications for next school year. Electronic application can be accessed through Reykjavík - www.rafraen.reykjavik.is
The school's secretary can also assist parents in their application process.
Students who live outside Reykjavík (suburbs) must also contact their local school administration offices and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag".
If questions arise, please contact Valgerður
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is
Kær kveðja, Valgerður
Páskafrí hefst 10. apríl.
Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst á pálmasunnudegi 10. apríl.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl.
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 21. apríl er lögbundinn frídagur og þá er engin kennsla í Tónstofunni.
Með von í brjósti um að allir séu við góða heilsu, og gangi vonglaðir inn í sumarið óskum við ykkur gleðilegra páska.
Frístundastyrkurinn á vorönn 2022
Kæru nemendur og forráðamenn.
Þeir sem ætla sér að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar ættu nú að geta gert það vandræðalaust. Á það bæði við um nemendur með lögheimili í Reykjavík og í Kópavogi. Nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa að kynna sér fyrirkomulag frístundastyrkja hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Skrá þarf nemendur í Sérkennslu I, Sérkennslu II, Sérkennslu III eða Sérkennslu IV allt eftir tímalengd og kennslufyrirkomulagi (einstaklingstími (ath. tímalengd), einstaklings- og hóptími). Vinsamlegast kynnið ykkur það á heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/gjaldskra eða með því að hafa samband við undirritaða á netfanginu tonsvj@mmedia.is Mikilvægt er að gera þetta rétt til að forðast bakfærslur og vandræði.
Ég bendi einnig á að frístundakortið er ekki beintengt innheimtukerfi Tónstofunnar og hvet ég því alla sem það ætla að gera að ráðstafa sem fyrst því nú styttist í innheimtu 3. greiðslu skólagjalda á þessu skólaári. Hér fyrir neðan er tengill á upplýsingar frá Reykjavíkurborg um ráðstöfun frístundakortsins.
https://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid
Kær kveðja, Valgerður