Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Við minnum á aðalfund Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar sem verður haldinn þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17:30 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

 

Á skólaárinu fagnar Foreldrafélagið 25 ára starfsafmæli sínu, en félagið var stofnað árið 2000 þegar standa þurfti vörð um Tónstofu Valgerðar og berjast fyrir því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar. Foreldra- og styrktarfélagið hefur æ síðan staðið þétt við bakið á skólastjórnendum og látið til sín taka þegar þurft hefur. Félagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra.

Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Í stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sitja nú:         

Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður       

Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður

Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri

Jóhanna Andrea Jónsdóttir, meðstjórnandi

Ottó Leifsson, meðstjórnandi

Valgerður Jónsdóttir, ritari og fulltrúi kennara       

                                                                                 

Samkvæmt 6. grein gildandi laga félagsins skal stjórnin skipuð sjö mönnum. Við hvetjum áhugasama um að mæta á fundinn og gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

1. gr. Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.

2. gr. Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.

3. gr. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:                                             
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.     
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.                                                             
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.

4. gr. Í félaginu eru lögráða nemendur og foreldrar/forráðamenn ólögráða nemenda Tónstofunnar. Virkir félagsmenn eru þeir sem greiða félagsgjald. Virkir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi Foreldra- og styrktarfélagsins. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn (óvirkir eða virkir).

5. gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.

6. gr. Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. ágúst til 31. júlí.

7. gr. Félagsgjald er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

 

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Vetrarfrí hefst föstudaginn 24. október

Kæru nemendur og forráðamenn.

Við minnum á vetrarfríið í Tónstofunni!

Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst vetrarfríið föstudaginn  24. október og stendur til miðvikudagsins 29. október að báðum dögum meðtöldum.

Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 30. október.  

Ég vek athygli á því að ef kennari hefur ákveðið annað, vegna forfalla eða tilfærslu á frídögum, þá mun hann hafa samband við nemendahópinn sinn.  

Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Upphaf haustannar 2025.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Nú styttist í að 39. starfsár Tónstofunnar hefjist.

Starfsdagar kennara hófust fimmtudaginn 21. ágúst með þátttöku í svæðisþingi KÍ, námskeiðum og fundum.

Stundatöflugerðin er líka hafin. Reynt verður að koma til móts við óskir nemenda um „bestu“ tímasetningu kennslustunda.

Ef þið hafið sérstakar óskir þá skuluð þið endilega koma þeim á framfæri við viðkomandi kennara sem fyrst.

Fyrsti kennsludagur haustannar er fimmtudagurinn 28. ágúst!

Uppfærslu á nemendalista Tónstofunnar fyrir skólaárið 2025-2026 er ekki lokið. Nemendur og forráðamenn fá tölvupóst þegar uppfærslunni lýkur og greiðsla skólagjalda getur hafist með ráðstöfun frístundastyrks eða greiðsluskiptingu.

Ef þið hafið sérstakar óskir, spurningar eða athugasemdir er tengjast starfsháttum skólans þá vinsamlegast komið þeim á framfæri við undirritaða.

Við hlökkum til að hefja vetrarstarfið og að eiga með ykkur gefandi músíkstundir.

Kær kveðja,

Valgerður

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Endurnýjun umsókna skólaárið 2025-2026

Vegna skólaársins 2025-2026                                   

Kæru nemendur og forráðamenn.

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2025-2026 er hafin.

Vakin er athygli á því að nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur þurfa að sækja um stuðning vegna greiðslu kennslukostnaðar (ekki skólagjöldin) hjá sínu lögheimilissveitarfélagi á þar til gerðum eyðublöðum (nám utan lögheimilissveitarfélags) sem finna má á heimasíðum flestra sveitarfélaganna. Ef slíkt eyðublað er ekki til má notast við þetta eyðublað.

Umsókn um skólavist/stuðning er ekki bindandi, en það er mjög mikilvægt að senda þessa umsókn sem allra fyrst svo sveitarfélögin geti ekki hafnað umsóknunum á forsendu þess að sótt hafi verið um of seint.

Hér fyrir neðan má sjá netföng og tengiliði í sveitarfélögunum sem senda má umsóknareyðublöðin til ef ekki er hægt að gera það á viðkomandi vefsíðum:

Hafnarfjörður: Íris Björk Ásbjarnardóttir, skrifstofustjóri Mennta- og lýðheilsusviðs iris@hafnarfjordur.is

Kópavogur: Valdimar Friðrik Valdimarsson, rekstrarstjóri á Menntasviði, valdi@kopavogur.is

Garðabær: Edda Björg Sigurðardóttir, Grunn- og tónlistarskólafulltrúi, eddabsig@gardabaer.is

Mosfellsbær: Helga Þórdís Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar, helgag@mos.is

Kjós: Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, kjos@kjos.is

Seltjarnarnes: Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir, umsjón í málefnum fatlaðs fólks. Johanna.olafsdottir@seltjarnarnes.is

Við þökkum innilega fyrir samstarfið í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars.

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Vinir frá Noregi og Finnlandi í heimsókn.

Dagana 30. apríl til 5. maí sl. voru yndislegir gestir í Tónstofunni. Frá Noregi kom hljómsveitin Los Ænsjless frá Gjøvik Art and Culture School og Pascal Norge og frá Finnlandi kom hljómsveitin Meiän bändi frá Iisalmen kansalaisopisto ja Ylä-Savon musiikkiopisto. Bjöllukór Tónstofunnar tók á móti gestunum.

Við sungum og lékum saman og lærðum ný lög frá hverju landi. Við tókum þátt í listasmiðju með Yi Jen Chang, fórum á tónleika í Hallgrímskirkju og á sýningar í Perlunni, borðuðum góðan mat, skoðuðum landið og héldum tvenna tónleika.

Gleði og þakklæti fyrir vináttuna og tónlistargjafirnar allar situr eftir.

Við erum einstök hvert og eitt og höfum þörf fyrir að láta ljós okkar skína! Saman erum við sterkari og í músíkinni getum við allt.

"Því tónlistin er þín og tónlistin er mín, við eigum hana saman öll, hún glæðir okkar mál og gleður hjarta' og sál, við eigum hana saman því systkin erum við!" (Auður Guðjohnsen)

Hjartans þakkir fyrir heimsóknina!

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Páskaleyfi 2025

Kæru nemendur og forráðamenn.

Páskaleyfi er hafið í Tónstofunni.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl samkvæmt stundaskrá. Við vekjum athygli á því að ef kennari hefur ákveðið að kenna í páskafríinu, vegna forfalla eða tilfærslu á frídögum, þá mun hann tilynna það viðkomandi. Þetta á einnig við um það ef kennsla hefst síðar en 22. apríl.

Við notum tækifærið til að minna á nauðsyn þess að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár. Það má gera hér:

https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

Afar mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur sæki einnig um stuðning til síns lögheimilissveitarfélags sem allra fyrst vegna næsta skólaárs, ætli þeir að halda námi sínu áfram.

Ég minni á að umsókn er ekki skuldbinding. Eyðublöðin má finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Hafið samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst.

Gleðilega páska!

Dear students and guardians.

The Easter holiday has begun in Tónstofan. Classes will resume on Tuesday, April 22nd.

We use this opportunity to remind you of the importance of renewing applications timely, for the next academic year.

You can do it here: https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

It is extremely important that those students who have a legal residence outside Reykjavík also apply for support to their municipality as soon as possible for the next academic year if they intend to continue their studies.

We remind you that an application is not a commitment.

The application forms (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) can be found on the municipal websites. Please contact the school office if you have any questions.

Happy Easter!

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Langspilsleikur á góu, 8. mars

Listasmiðja laugardaginn 8. mars 2025

Langspilsleikur á góu.

Hvenær?

Laugardaginn 8 mars

14:30 – 15:30

Ókeypis aðgangur

Hvar?

Tónstofa Valgerðar

Stórhöfða 23

Gengið inn af jarðhæð norðan megin

Aðgengi er mjög gott

Hvað?

Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og þjóðfræðingur kemur í heimsókn.

Hann kennir okkur að leika á langspil og fræðir okkur um alþýðumenningu fyrri tíðar.

Langspilssleikur er aðgengilegur öllum.

 

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Vetrarfrí í Tónstofunni 21. - 25. febrúar!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst vetrarfrí hjá okkur í dag föstudaginn 21. febrúar.

Það verður frí mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. febrúar.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. febrúar.

Starfsdagur verður á Öskudegi miðvikudaginn 5. mars.

Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar, 2024

Kæru nemendur og forráðamenn.

Við minnum á Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar sem verður haldinn mánudaginn 4. nóvember kl. 17:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23. Til fundarins var boðað með tölvupósti til nemenda og forráðamanna 26. október 2024.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum. www.tonstofan.is.

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Bjöllukórinn á tónleikum Listar án landamæra

Bjöllukór Tónstofu Valgerðar hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024.

Bjöllukórinn er innilega þakklátur fyrir heiðursviðurkenninguna og býður ykkur hjartanlega velkomin á tónleika í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 20. október klukkan 15:00, þar sem Bjöllukórinn tekur þátt í fjölbreyttri tónleikadagskrá. Tónleikarnir eru einn af fjölmörgum spennandi viðburðum hátíðarinnar í ár.

Aðgangur ókeypis!

Bjöllukórinn var stofnaður haustið 1997 og í dag eru meðlimir kórsins tólf. Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir og Íris Björk Sveinsdóttir.

Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson, Högna Egilssyni, Ólafi Ólafssyni og Libia Castro. Kórinn hefur einnig tekið þátt í verkefnum í Noregi, Finnlandi og í Lettlandi. Síðasta ævintýri Bjöllukórsins var þátttaka í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjöllukórinn hefur gefið út tvær plötur, Hljómfang árið 2012 og Hljómvang 2017.

List Án Landamæra Listahátíð


Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Páskaleyfi og innritun fyrir skólaárið 2024-2025

Kæru nemendur og forráðamenn.

 Páskaleyfi er hafið í Tónstofunni. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 2. apríl samkvæmt stundaskrá.

 Ég nota tækifærið til að minnum á nauðsyn þess að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár. Það má gera hér:

https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

Afar mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur sæki einnig um stuðning til síns lögheimilissveitarfélags sem allra fyrst vegna næsta skólaárs, ætli þeir að halda námi sínu áfram. Ég minni á að umsókn er ekki skuldbinding. Eyðublöðin má finna á heimasíðum sveitarfélaganna. Hafið samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst.  

 Gleðilega páska!

 

Dear students and guardians.

 The Easter holiday has begun in Tónstofan. Classes will resume on Tuesday, 2nd of April.

 I use this opportunity to remind you of the importance of renewing applications timely, for the next academic year.

You can do it here: https://tonviska.is/form/7/3cfbesd4ty7j2fb5/

It is extremely important that those students who have a legal residence outside Reykjavík also apply for support to their municipality as soon as possible for the next academic year if they intend to continue their studies. I remind you that an application is not a commitment. The application forms (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) can be found on the municipal websites. Please contact the school office if you have any questions.

 Happy Easter!

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar, 2023

Kæru nemendur og forráðamenn.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn miðvikudaginn 8. nóvember kl. 19:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Haustfrí í Tónstofu Valgerðar hefst föstudaginn 27. október.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Haustfrí í Tónstofu Valgerðar hefst föstudaginn 27. október og stendur til miðvikudagsins 1. nóvember að báðum dögum meðtöldum.

Ég vek athygli á því að ef kennari hefur ákveðið annað, vegna forfalla eða tilfærslu á frídögum, þá mun hann hafa samband við nemendahópinn sinn.  

Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Skólaárið 2023-2024 er hafið!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla er hafin í Tónstofunni skólaárið 2023-2024. Nemendur ættu að vera búnir að fá upplýsingar frá kennurum sínum um kennslutíma. Enn gætu þó einhverjar tilfærslur átt sér stað þar sem reynt er að koma til móts við óskir allra.

Við vekjum athygli á því að nokkuð er um kennaraskipti hjá nemendum þar sem breyting hefur orðið á stöðugildum og kennarahópi Tónstofunnar. Vonandi tekst vel til svo allir verði sáttir.

Ekki er enn útséð um hvort nemendur á biðlista fái skólavist í vetur. Biðjum við því hlutaðeigendur um að sýna biðlund.

Með góðum óskum um gleðilegt og farsælt skólaár!

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Endurnýjun umsókna skólaárið 2023-2024!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Undirbúningur fyrir skólaárið 2023-2024 er hafinn. Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Vakin er athygli á því að ef tónlistarskóli nemanda er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi veturinn 2023-2024 láti skólann/kennara sinn vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.

Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags), sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu. Umsóknareyðublöð frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags (ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum) má finna hér á heimasíðunni undir krækjunni Innritun.

Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er.

Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Tónstofunnar í síma 8622040 eða á netfanginu tonsvj@mmedia.is 

Hægt er að sækja um rafrænt hér á þessari upplýsingasíðu Reykjavíkurborgar.
https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar

 

Electronic applications for enrolment in Music schools in Reykjavik for the school year 2023-2024 are open. Enrolled students need also to renew their applications for next school year. Electronic application can be accessed through the following website https://reykjavik.is/tonstofa-valgerdar

Students who live outside Reykjavík (suburbs) must also contact their local school administration offices and apply for support due to "nám utan lögheimilissveitarfélag". 


If questions arise, please contact Valgerður 
Phone: 8622040
tonsvj@mmedia.is

 

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Páskafrí hefst 3. apríl.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst páskafrí mánudaginn 3. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11. apríl. Ef einstaka kennarar einhverra hluta vegna bregða út af þessu, munu þeir hafa samband við nemendur sína.

Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Kærleikskveðja, kennarar Tónstofunnar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Dagur tónlistarskólanna

Sjöundi febrúar er tileinkaður tónlistarskólum þessa lands. Markmið dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna og að styrkja tengsl þeirra við nærsamfélagið.Í tilefni af Degi tónlistarskólanna standa skólarnir fyrir alls kyns viðburðum, svo sem tónleikum, fyrirlestrum, opnu húsi, námskeiðum, hljóðfærakynningum og fleiru. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að kynna starfið og gleðja aðra með leik og söng.

Í ár fagnar Tónstofan Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar með lokuðum og opnum tónleikum og opnu húsi þar sem hægt verður að spjalla, fræðast um Tónstofuna og taka þátt í tónrænum leik.

Klukkan 13:00 – 14:00 verða opnir tónleikar í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið er inn af jarðhæð norðan megin).

Klukkan 14:30 – 15:30 verður opið hús þar sem hægt verður að kynna sér starf Tónstofunnar og taka þátt í tónrænum leik.

Við horfum bjartsýn til framtíðar og væntum þess að ríki og borg taki höndum saman með vorhug og dirfsku að leiðarljósi, styrki undirstöður tónlistarskólanna, viðurkenni mikilvægi þeirra í menntun þjóðar og efli hlutverk tónlistarskólanna í þágu samfélagsins, menningar og tónlistar fyrir alla.

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar 2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 21. nóvember kl. 18:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23.

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:

1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun félagsgjalda.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning skoðunarmanna reikninga.

7. Fyrirspurnir og umræður.

Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Þeir sem ekki geta mætt á aðalfundinn geta sent fyrirspurnir og athugasemdir varðandi starfsemi, framgang og markmið Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar sem jafnframt gegnir hlutverki skólanefndar á netfangið tonsvj@mmedia.is

Á heimasíðu Tónstofunnar má finna lög félagsins, skólanámskrá Tónstofunnar og annað efni er tengist starfi Tónstofunnar á liðnum árum.

Kær kveðja,

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Frídagar fram undan!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla fellur niður í Tónstofunni frá og með miðvikudeginum 19. október til og með þriðjudeginum 25. október. Frídagarnir 19. og 20. október eru tilkomnir vegna styttingar vinnuvikunnar og síðan tekur vetrarfríið við.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október.

Fyrirkomulag frídaga vegna styttingar vinnuvikunnar hefur verið samþykkt af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Starfsdagar kennara á skólaárinu utan starfsdaga vegna málþings KÍ 8. og 9. september sl. hafa verið felldir niður. Kennslumagn nemendahópsins á því ekki að raskast.

Tónstofan býður nemendum sínum einnig upp á þátttöku í Listasmiðjunni og hafa nú þegar tvær slíkar verið haldnar.

Með kærri kveðju,

Valgerður

Reach more people with this post

You could reach up to 1,171 people daily by boosting your post for ISK3,500.

See insights and ads

Boost post

Like

Comment

Share


Read More