Frídagar fram undan!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla fellur niður í Tónstofunni frá og með miðvikudeginum 19. október til og með þriðjudeginum 25. október. Frídagarnir 19. og 20. október eru tilkomnir vegna styttingar vinnuvikunnar og síðan tekur vetrarfríið við.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október.

Fyrirkomulag frídaga vegna styttingar vinnuvikunnar hefur verið samþykkt af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Starfsdagar kennara á skólaárinu utan starfsdaga vegna málþings KÍ 8. og 9. september sl. hafa verið felldir niður. Kennslumagn nemendahópsins á því ekki að raskast.

Tónstofan býður nemendum sínum einnig upp á þátttöku í Listasmiðjunni og hafa nú þegar tvær slíkar verið haldnar.

Með kærri kveðju,

Valgerður

Reach more people with this post

You could reach up to 1,171 people daily by boosting your post for ISK3,500.

See insights and ads

Boost post

Like

Comment

Share