Á bloggsíðu hátíðarinnar segir: "List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á  fjölbreytileika mannlífsins.  Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur eða þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök. Samstarfsaðilar í stjórn eru: Fjölmennt, Átak, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna. Fjölmargir koma að hátíðinni. Stofnanir, samtök, félög, listahópar ýmiskonar og einstaklingar."

List án landamæra er hátíð þess mögulega og þess ómögulega, hátíð margbreytni og tækifæra fyrir alla."  Á vefsíðu Listar án landamæra má finna frekari upplýsingar um hátíðina. 

http://listin.is/

List án landamæra byrjaði að útnefna listamann hátíðarinnar árið 2011. Listamenn hátíðarinnar á liðnum árum eru:

2016 Erla Björk Sigmundsdóttir
2015 Karl Guðmundsson
2014 Sigrún Huld Hrafnsdóttir
2013 Atli Viðar Engilbertsson
2012 Ísak Óli Sævarsson
2011 Guðrún Bergsdóttir