Starfsfólk
Valgerður Jónsdóttir
tonsvj@mmedia.is
Valgerður Jónsdóttir er stofnandi og ábyrgðaraðili Tónstofunnar. Valgerður lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1980. Árið 1987 lauk hún bakkalárprófi í tónmenntakennslu og músíkmeðferð frá University of Kansas og University of Texas Medical Branch, í Bandaríkjunum og hlaut bandarísk starfsréttindi sem músíkmeðferðarfræðingur sama ár (RMT registered music therapist). Vorið 2004 lauk hún meistaraprófi (MA) í músíkmeðferð frá Norges Musikkhøgskole í Osló. Valgerður varði doktorsritgerð sína: Music-caring within the framework of early intervention. The lived experience of a group of mothers of young children with special needs, participating in a music therapy group við Álaborgarháskóla 7. nóvember 2011. Valgerður var einn af stofnendum Félags músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi (Físmús) og formaður félagsins frá stofnun þess árið 1997 til ársins 2011. Hún var fulltrúi Íslands í The European Music Therapy Confederation (EMTC) frá 2000 til ársins 2025. Valgerður stofnaði Tónstofuna árið 1986 og starfar þar sem skólastjóri, tónlistarsérkennari og músíkmeðferðarfræðingur. Hún starfaði sem músíkmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSH frá 1987 til 2009.
Marie Huby
mariehuby@yahoo.fr
Marie Huby lauk BA námi í tónlist frá Paris IV - La Sorbonne háskóla 2005. Á árunum 2002 til 2009 kenndi hún á píanó og tónfræði í tónlistarskólum í Frakklandi. Marie Huby fluttist til Íslands árið 2009 og lauk meistaranámi í tónmenntakennslu frá Listaháskólanum 2012. Meistararitgerðin hennar fjallaði um tónsköpunarverkefni fyrir börn með sérþarfir. Meðfram náminu vann Marie meðal annars á heimili fólks með fötlun og sem tónmenntakennari í grunnskóla. Marie kom til starfa í Tónstofunni í janúar 2013.
Ari Agnarsson
magaorgel@gmail.com
Ari útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984.
Starfsferill: Organisti við Þorlákshafnarkirkju frá 1986-1988. Forskóla og tónfræðikennsla hjá Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1988-1991. Skólastjóri Tónlistarskóla Skaftfellinga, Kirkjubæjarklaustri 1991-1995. Hljóðfærakennari við Tónlistarskólann í Garði og skólastjóri sama skóla 1992-1993. Frá 1993 til 2013 tónlistarkennari við Fullorðinsfræðslu fatlaðra (sem varð Fjölmennt árið 2001). Málmblásturskennari hjá Skólalúðrasveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2005 til dagsins í dag. Frá árinu 2012 til dagsins í dag umsjónarmaður verkefnisins Hljómafl á geðsviði LSH, sem er hljóðversvinna með ungu fólki sem hefur greinst með geðklofa. Ari hóf störf í Tónstofunni haustið 2015.
Mínerva M. Haraldsdóttir
minerva.margret@gmail.com
Mínerva var í píanónámi á mið- og framhaldsstigi 1974-1979 hjá Tónskóla Sigursveins. Hún lauk prófi frá Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1984. Árið 2010 hóf hún nám í músíkmeðferð og lauk Mastersprófi frá Álaborgarháskóla i júní 2015. Mínerva vann við píanó- og forskólakennslu í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar samhliða kennaranáminu og áfram til ársins 1987. Hún tók einnig að sér kór íbúa á Skálatúni í nokkur ár. Þá lá leiðin út á land og hún starfaði sem skólastjóri við eftirfarandi tónlistarskóla: Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri (1987-1989), Tónlistarskólinn Garði (1989-1995), Tónlistarskóli Norðurhéraðs, Brúarási (1995-1997), Tónlistarskólinn á Eiðum (1997-1999), Tónlistarskóli Reykjahlíðar, Mývatnssveit (1999-2000). Kennslugreinar: Píanó, blokkflauta, forskóli, gítar, tónfræði, tónheyrn, saga, sem og stjórnun barnakóra og bjöllukóra. Mínerva hélt aftur á bernskuslóðirnar og flutti til Akraness og starfaði þar sem píanókennari og við kennslu tónfræðagreina 2000-2010. Einnig stjórnaði hún í nokkur ár bjöllukór við Akraneskirkju. Mínerva tók að sér kennslu tónfræðagreina við Listaskóla Mosfellsbæjar (2007-2010). Eftir að náminu lauk í Danmörku tók Mínerva að sér að leysa Mary Huby af í barnsburðarleyfi við Tónstofu Valgerðar (2015-2016). Hún vann síðan við tónmenntakennslu í Lágafellsskóla veturinn 2016-2017. Í september árið 2016 stofnaði hún Músíkstofu Mínervu, þar sem hún hefur starfað fram til dagsins í dag. Mínerva kom aftur til starfa í Tónstofunni haustið 2018.
Ása Dóra Gylfadóttir
asadora91@gmail.com
Ása lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 2012.
Árið 2017 lauk Ása BA námi í músíkmeðferð frá SRH Hochschule Heidelberg í Þýskalandi. Starfsnám var stór hluti af náminu. Í starfsnáminu starfaði Ása sem verðandi músíkmeðferðarfræðingur á ýmsum sviðum: Sambýli fyrir einstaklinga með þroskaskerðingar og geðfatlanir, hjúkrunarheimili, leikskóla, frístund innan skóla, tónlistarskóla, endurhæfingarstöð fyrir Parkinson sjúklinga og á líknardeild.
Árin 2018-2020 starfaði Ása sem músíkmeðferðarfræðingur á greiningar- og meðferðarstöð fyrir börn og unglinga í Berlín, Þýskalandi. Haustið 2020 flutti Ása aftur til Íslands og hóf störf á leikskóla sem leiðbeinandi. Hún hóf störf í Tónstofunni haustið 2021. Ása Dóra varð fulltrúi Íslands í The European Music Therapy Confederation (EMTC) í apríl 2025.
Bára Grímsdóttir
bara.grimsdottir@gmail.com
Bára Grímsdóttir útskrifaðist úr Tónmenntakennaradeild 1983 og Tónfræðideild - Tónsmíðar 1989 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún fór í framhaldsnám í tónsmíðum til Hollands 1989-1994, í Conservatorium í Utrecht og Den Haag og hjá Ron Ford í Amsterdam. Bára hefur starfað sem tónlistar- og tónmenntakennari í fjölda ára, má þar nefna að hún kenndi forskóla og tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Garðabæ 1982-1984, tónlist og samspil í Trondarnes Folkehögskole í Harstad í Norður Noregi 1985-1987 einnig tónmennt við Grunnskóla Vestmannaeyja og á píanó í Tónlistarskólanum þar 1994-2002 og tónmennt í Laugarnesskóla 2004-2006. Tónfræði við Söngskólann Domus Vox 2006 – 2012 og forskóla í Tónlistarskóla Kópavogs 2019. Hún hefur haldið kúrsa um íslensk þjóðlög í LHÍ og HÍ og einnig námskeið víða hér heima og erlendis. Bára starfar einnig sem tónskáld, söngkona og kórstjóri og hefur stjórnað ýmsum kórum um árabil. Hún kom til starfa í Tónstofu Valgerðar haustið 2022.
Skólanefnd
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Jóhanna Andrea Jónsdóttir, meðstjórnandi
Ottó Leifsson, meðstjórnandi Karlotta Jóna Finnsdóttir, meðstjórnandi
Fulltrúi kennara er Valgerður Jónsdóttir
Endurskoðendur:
Sigurjón P. Högnason
Ásthildur Gyða Torfadóttir