Starfsfólk

 

057.jpg

Valgerður Jónsdóttir

tonsvj@mmedia.is

Valgerður Jónsdóttir er stofnandi og ábyrgðaraðili Tónstofunnar. Valgerður lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1980. Árið 1987 lauk hún bakkalárprófi í tónmenntakennslu og músíkmeðferð frá University of Kansas og University of Texas Medical Branch, í Bandaríkjunum og hlaut bandarísk starfsréttindi sem músíkmeðferðarfræðingur sama ár (RMT registered music therapist). Vorið 2004 lauk hún meistaraprófi (MA) í músíkmeðferð frá Norges Musikkhøgskole í Osló. Valgerður varði doktorsritgerð sína: Music-caring within the framework of early intervention. The lived experience of a group of mothers of young children with special needs, participating in a music therapy group við Álaborgarháskóla 7. nóvember 2011. Valgerður var einn af stofnendum Félags músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi (Físmús) og formaður félagsins frá stofnun þess árið 1997 til ársins 2011. Hún er fulltrúi Íslands í The European Music Therapy Confederation (EMTC). Valgerður stofnaði Tónstofuna árið 1986 og starfar þar sem skólastjóri, tónlistarsérkennari og músíkmeðferðarfræðingur. Hún starfaði sem músíkmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSH frá 1987 til 2009.

 
 
032.jpg

Marie Huby

mariehuby@yahoo.fr

Marie Huby lauk BA námi í tónlist frá Paris IV - La Sorbonne háskóla 2005. Á árunum 2002 til 2009 kenndi hún á píanó og tónfræði í tónlistarskólum í Frakklandi. Marie Huby fluttist til Íslands árið 2009 og lauk meistaranámi í tónmenntakennslu frá Listaháskólanum 2012. Meistararitgerðin hennar fjallaði um tónsköpunarverkefni fyrir börn með sérþarfir. Meðfram náminu vann Marie meðal annars á heimili fólks með fötlun og sem tónmenntakennari í grunnskóla. Marie kom til starfa í Tónstofunni í janúar 2013.

 
IMG_0861.jpg

Ari Agnarsson

magaorgel@gmail.com

Ari útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984.
Starfsferill: Organisti við Þorlákshafnarkirkju frá 1986-1988. Forskóla og tónfræðikennsla hjá Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1988-1991. Skólastjóri Tónlistarskóla Skaftfellinga, Kirkjubæjarklaustri 1991-1995. Hljóðfærakennari við Tónlistarskólann í Garði og skólastjóri sama skóla 1992-1993. Frá 1993 til 2013 tónlistarkennari við Fullorðinsfræðslu fatlaðra (sem varð Fjölmennt árið 2001). Málmblásturskennari hjá Skólalúðrasveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2005 til dagsins í dag. Frá árinu 2012 til dagsins í dag umsjónarmaður verkefnisins Hljómafl á geðsviði LSH, sem er hljóðversvinna með ungu fólki sem hefur greinst með geðklofa. Ari hóf störf í Tónstofunni haustið 2015.

 
MH svarthvít.jpg

Mínerva M. Haraldsdóttir

minerva.margret@gmail.com

Mínerva var í píanónámi á mið- og framhaldsstigi 1974-1979 hjá Tónskóla Sigursveins. Hún lauk prófi frá Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1984. Árið 2010 hóf hún nám í músíkmeðferð og lauk Mastersprófi frá Álaborgarháskóla i júní 2015. Mínerva vann við píanó- og forskólakennslu í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar samhliða kennaranáminu og áfram til ársins 1987. Hún tók einnig að sér kór íbúa á Skálatúni í nokkur ár. Þá lá leiðin út á land og hún starfaði sem skólastjóri við eftirfarandi tónlistarskóla: Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri (1987-1989), Tónlistarskólinn Garði (1989-1995), Tónlistarskóli Norðurhéraðs, Brúarási (1995-1997), Tónlistarskólinn á Eiðum (1997-1999), Tónlistarskóli Reykjahlíðar, Mývatnssveit (1999-2000). Kennslugreinar: Píanó, blokkflauta, forskóli, gítar, tónfræði, tónheyrn, saga, sem og stjórnun barnakóra og bjöllukóra. Mínerva hélt aftur á bernskuslóðirnar og flutti til Akraness og starfaði þar sem píanókennari og við kennslu tónfræðagreina 2000-2010. Einnig stjórnaði hún í nokkur ár bjöllukór við Akraneskirkju. Mínerva tók að sér kennslu tónfræðagreina við Listaskóla Mosfellsbæjar (2007-2010). Eftir að náminu lauk í Danmörku tók Mínerva að sér að leysa Mary Huby af í barnsburðarleyfi við Tónstofu Valgerðar (2015-2016). Hún vann síðan við tónmenntakennslu í Lágafellsskóla veturinn 2016-2017. Í september árið 2016 stofnaði hún Músíkstofu Mínervu, þar sem hún hefur starfað fram til dagsins í dag. Mínerva kom aftur til starfa í Tónstofunni haustið 2018.

 

Ása Dóra Gylfadóttir

asadora91@gmail.com

Ása lauk 8. stigi í píanóleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 2012.
Árið 2017 lauk Ása BA námi í músíkmeðferð frá SRH Hochschule Heidelberg í Þýskalandi. Starfsnám var stór hluti af náminu. Í starfsnáminu starfaði Ása sem verðandi músíkmeðferðarfræðingur á ýmsum sviðum: Sambýli fyrir einstaklinga með þroskaskerðingar og geðfatlanir, hjúkrunarheimili, leikskóla, frístund innan skóla, tónlistarskóla, endurhæfingarstöð fyrir Parkinson sjúklinga og á líknardeild.
Árin 2018-2020 starfaði Ása sem músíkmeðferðarfræðingur á greiningar- og meðferðarstöð fyrir börn og unglinga í Berlín, Þýskalandi. Haustið 2020 flutti Ása aftur til Íslands og hóf störf á leikskóla sem leiðbeinandi. Hún hóf störf í Tónstofunni haustið 2021.

 
 

Bára Grímsdóttir

bara.grimsdottir@gmail.com

Bára Grímsdóttir útskrifaðist úr Tónmenntakennaradeild 1983 og Tónfræðideild - Tónsmíðar 1989 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún fór í framhaldsnám í tónsmíðum til Hollands 1989-1994, í Conservatorium í Utrecht og Den Haag og hjá Ron Ford í Amsterdam. Bára hefur starfað sem tónlistar- og tónmenntakennari í fjölda ára, má þar nefna að hún kenndi forskóla og tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Garðabæ 1982-1984, tónlist og samspil í Trondarnes Folkehögskole í Harstad í Norður Noregi 1985-1987 einnig tónmennt við Grunnskóla Vestmannaeyja og á píanó í Tónlistarskólanum þar 1994-2002 og tónmennt í Laugarnesskóla 2004-2006. Tónfræði við Söngskólann Domus Vox 2006 – 2012 og forskóla í Tónlistarskóla Kópavogs 2019. Hún hefur haldið kúrsa um íslensk þjóðlög í LHÍ og HÍ og einnig námskeið víða hér heima og erlendis. Bára starfar einnig sem tónskáld, söngkona og kórstjóri og hefur stjórnað ýmsum kórum um árabil. Hún kom til starfa í Tónstofu Valgerðar haustið 2022.


 

Skólanefnd

Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Jóhanna Andrea Jónsdóttir, meðstjórnandi
Ottó Leifsson, meðstjórnandi
Fulltrúi kennara er Valgerður Jónsdóttir

Endurskoðendur:
Sigurjón P. Högnason
Anna Björg Halldórsdóttir