Bjöllukórinn á tónleikum Listar án landamæra

Bjöllukór Tónstofu Valgerðar hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024.

Bjöllukórinn er innilega þakklátur fyrir heiðursviðurkenninguna og býður ykkur hjartanlega velkomin á tónleika í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 20. október klukkan 15:00, þar sem Bjöllukórinn tekur þátt í fjölbreyttri tónleikadagskrá. Tónleikarnir eru einn af fjölmörgum spennandi viðburðum hátíðarinnar í ár.

Aðgangur ókeypis!

Bjöllukórinn var stofnaður haustið 1997 og í dag eru meðlimir kórsins tólf. Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir og Íris Björk Sveinsdóttir.

Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson, Högna Egilssyni, Ólafi Ólafssyni og Libia Castro. Kórinn hefur einnig tekið þátt í verkefnum í Noregi, Finnlandi og í Lettlandi. Síðasta ævintýri Bjöllukórsins var þátttaka í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjöllukórinn hefur gefið út tvær plötur, Hljómfang árið 2012 og Hljómvang 2017.

List Án Landamæra Listahátíð


Previous
Previous

Haustfrí í Tónstofunni 24. - 29. október

Next
Next

Páskaleyfi og innritun fyrir skólaárið 2024-2025