LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. september 2022

LISTASMIÐJA TÓNSTOFUNNAR 17. SEPTEMBER 2022, 14:00 - 15:00

Verið hjartanlega velkomin í Listasmiðju Tónstofunnar laugardaginn 17. september kl. 14 í Tónstofunni. Duo Stemma kemur í heimsókn!

"Ísland í tali og tónum - spilað á stokka og steina"

Í Duo Stemmu eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þau leika sér með íslensk þjóðlög, fara með þulur og segja viðstöddum hljóðsögu um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa.

Steinaspil Páls frá Húsafelli verður með í för og fá þátttakendur að upplifa í því “hljóm” Íslands. Hljóðsagan fjallar um Fíu frænku sem er á ferðalagi með besta vini sínum Dúdda. Dúddi týnist og Fía leitar og leitar en finnur hún Dúdda eða mögulega eitthvað annað? Spennandi og skemmtileg saga sem lætur engan ósnortinn.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!