Vinir frá Noregi og Finnlandi í heimsókn.

Dagana 30. apríl til 5. maí sl. voru yndislegir gestir í Tónstofunni. Frá Noregi kom hljómsveitin Los Ænsjless frá Gjøvik Art and Culture School og Pascal Norge og frá Finnlandi kom hljómsveitin Meiän bändi frá Iisalmen kansalaisopisto ja Ylä-Savon musiikkiopisto. Bjöllukór Tónstofunnar tók á móti gestunum.

Við sungum og lékum saman og lærðum ný lög frá hverju landi. Við tókum þátt í listasmiðju með Yi Jen Chang, fórum á tónleika í Hallgrímskirkju og á sýningar í Perlunni, borðuðum góðan mat, skoðuðum landið og héldum tvenna tónleika.

Gleði og þakklæti fyrir vináttuna og tónlistargjafirnar allar situr eftir.

Við erum einstök hvert og eitt og höfum þörf fyrir að láta ljós okkar skína! Saman erum við sterkari og í músíkinni getum við allt.

"Því tónlistin er þín og tónlistin er mín, við eigum hana saman öll, hún glæðir okkar mál og gleður hjarta' og sál, við eigum hana saman því systkin erum við!" (Auður Guðjohnsen)

Hjartans þakkir fyrir heimsóknina!

Previous
Previous

Endurnýjun umsókna skólaárið 2025-2026

Next
Next

Páskaleyfi 2025