Endurnýjun umsókna skólaárið 2025-2026

Vegna skólaársins 2025-2026                                   

Kæru nemendur og forráðamenn.

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2025-2026 er hafin.

Vakin er athygli á því að nemendur sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur þurfa að sækja um stuðning vegna greiðslu kennslukostnaðar (ekki skólagjöldin) hjá sínu lögheimilissveitarfélagi á þar til gerðum eyðublöðum (nám utan lögheimilissveitarfélags) sem finna má á heimasíðum flestra sveitarfélaganna. Ef slíkt eyðublað er ekki til má notast við þetta eyðublað.

Umsókn um skólavist/stuðning er ekki bindandi, en það er mjög mikilvægt að senda þessa umsókn sem allra fyrst svo sveitarfélögin geti ekki hafnað umsóknunum á forsendu þess að sótt hafi verið um of seint.

Hér fyrir neðan má sjá netföng og tengiliði í sveitarfélögunum sem senda má umsóknareyðublöðin til ef ekki er hægt að gera það á viðkomandi vefsíðum:

Hafnarfjörður: Íris Björk Ásbjarnardóttir, skrifstofustjóri Mennta- og lýðheilsusviðs iris@hafnarfjordur.is

Kópavogur: Valdimar Friðrik Valdimarsson, rekstrarstjóri á Menntasviði, valdi@kopavogur.is

Garðabær: Edda Björg Sigurðardóttir, Grunn- og tónlistarskólafulltrúi, eddabsig@gardabaer.is

Mosfellsbær: Helga Þórdís Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar, helgag@mos.is

Kjós: Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, kjos@kjos.is

Seltjarnarnes: Jóhanna Ó. Ásgerðardóttir, umsjón í málefnum fatlaðs fólks. Johanna.olafsdottir@seltjarnarnes.is

Við þökkum innilega fyrir samstarfið í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars.

 

Next
Next

Vinir frá Noregi og Finnlandi í heimsókn.