Upphaf haustannar 2025.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Nú styttist í að 39. starfsár Tónstofunnar hefjist.

Starfsdagar kennara hófust fimmtudaginn 21. ágúst með þátttöku í svæðisþingi KÍ, námskeiðum og fundum.

Stundatöflugerðin er líka hafin. Reynt verður að koma til móts við óskir nemenda um „bestu“ tímasetningu kennslustunda.

Ef þið hafið sérstakar óskir þá skuluð þið endilega koma þeim á framfæri við viðkomandi kennara sem fyrst.

Fyrsti kennsludagur haustannar er fimmtudagurinn 28. ágúst!

Uppfærslu á nemendalista Tónstofunnar fyrir skólaárið 2025-2026 er ekki lokið. Nemendur og forráðamenn fá tölvupóst þegar uppfærslunni lýkur og greiðsla skólagjalda getur hafist með ráðstöfun frístundastyrks eða greiðsluskiptingu.

Ef þið hafið sérstakar óskir, spurningar eða athugasemdir er tengjast starfsháttum skólans þá vinsamlegast komið þeim á framfæri við undirritaða.

Við hlökkum til að hefja vetrarstarfið og að eiga með ykkur gefandi músíkstundir.

Kær kveðja,

Valgerður

Next
Next

Endurnýjun umsókna skólaárið 2025-2026