Vetrarfrí hefst föstudaginn 24. október
Kæru nemendur og forráðamenn.
Við minnum á vetrarfríið í Tónstofunni!
Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar hefst vetrarfríið föstudaginn 24. október og stendur til miðvikudagsins 29. október að báðum dögum meðtöldum.
Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 30. október.
Ég vek athygli á því að ef kennari hefur ákveðið annað, vegna forfalla eða tilfærslu á frídögum, þá mun hann hafa samband við nemendahópinn sinn.
Kær kveðja, kennarar Tónstofunnar