Dagur tónlistarskólanna

Sjöundi febrúar er tileinkaður tónlistarskólum þessa lands. Markmið dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna og að styrkja tengsl þeirra við nærsamfélagið.Í tilefni af Degi tónlistarskólanna standa skólarnir fyrir alls kyns viðburðum, svo sem tónleikum, fyrirlestrum, opnu húsi, námskeiðum, hljóðfærakynningum og fleiru. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að kynna starfið og gleðja aðra með leik og söng.

Í ár fagnar Tónstofan Degi tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar með lokuðum og opnum tónleikum og opnu húsi þar sem hægt verður að spjalla, fræðast um Tónstofuna og taka þátt í tónrænum leik.

Klukkan 13:00 – 14:00 verða opnir tónleikar í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið er inn af jarðhæð norðan megin).

Klukkan 14:30 – 15:30 verður opið hús þar sem hægt verður að kynna sér starf Tónstofunnar og taka þátt í tónrænum leik.

Við horfum bjartsýn til framtíðar og væntum þess að ríki og borg taki höndum saman með vorhug og dirfsku að leiðarljósi, styrki undirstöður tónlistarskólanna, viðurkenni mikilvægi þeirra í menntun þjóðar og efli hlutverk tónlistarskólanna í þágu samfélagsins, menningar og tónlistar fyrir alla.