Opið hús 2. mars!

Laugardaginn 2. mars verður opið hús í Tónstofunni.
Dagskráin verður sem hér segir:
Klukkan 10:00 hefst kynning á skólanum.
Klukkan 10:30 verður opin æfing Bjöllukórsins og áhugasamra gesta sem munu stilla saman strengi sína og syngja og leika saman.
Klukkan 11:30 verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði við undirleik orgelleikarans Gísla Björnssonar og annarra sem vilja stíga á svið og skemmta gestum. 
Dagskránni lýkur um klukkan 12:00.

Verið hjartanlega velkomin!