Skólalok 29. maí.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Síðasti reglubundni kennsludagurinn og eiginleg skólaslit á þessu skólaári er föstudagurinn 29. maí.
Allt formlegt tónleikahald fellur niður að þessu sinni því miður!
Nú þurfa allir sem ætla að halda námi sínu áfram næsta skólaár að vera búnir að:
1. tilkynna það kennurum sínum.
2. sækja um skólavist í Tónstofunni á vefnum Rafræn Reykjavík (það er hægt að fá aðstoð við það).
3. Nemendur með lögheimili utan Reykjavíkur þurfa einnig að vera búnir að sækja um hjá lögheimilissveitarfélagi sínu (vegna náms utan lögheimilissveitarfélags). Mjög mikilvægt!

Við þökkum nemendahópnum og forráðamönnum þeirra kærlega fyrir umburðarlyndi og skilning á þessum erfiðu tímum. Einnig viljum við þakka foreldrum fyrir hjálpsemi þeirra og nærveru við fjarkennsluna sem var lærdómsrík fyrir alla sem tóku þátt í henni.

Kæru nemendur og forráðamenn við óskum ykkur gleðilegs og gæfuríks sumars og hlökkum til að sjá ykkur næsta haust full af sólskinsorku og leikgleði.

Kærleikskveðja og knús.