Frístundastyrkurinn í Kópavogi

Góðan dag.

Nú er búið að opna fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Tómstundagátt Kópavogsbæjar. Ef foreldrar ætla að ráðstafa frístundastyrknum að hluta til eða að öllu leyti til Tónstofunnar eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera það strax. Fylgst verður með ráðstöfun og innheimtu skólagjalda í kerfi greiðslumiðlunar. Takið eftir að nemendur eru skráðir í Sérkennslu 1 eða Sérkennslu 2 og fer það eftir lengd kennslustunda.

Frekari upplýsingar um innheimtu skólagjalda má finna á heimasíðu skólans. Leiðgeiningar um skráningu í íbúagátt Kópavogs má finna hér:

https://www.kopavogur.is/static/files/Skjol/leidbeiningar-ibuagatt-2016-1.pdf

Ef vandamál koma upp vinsamlegast hafið þá samband við undirritaða eða Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar í síma 5701500 eða á netfangið: gunnarg@kopavogur.is

Kær kveðja, Valgerður Jónsdóttir