Frístundakortið - haustönn 2017
Kæru forráðamenn og nemendur með lögheimili í Reykjavík.
Búið er að opna fyrir ráðstöfun Frístundakortsins vegna haustannar 2017. Þeir sem ætla að ráðstafa styrknum til Tónstofunnar vinsamlegast geri það tímanlega! Munið að ráðstöfun Frístundakortsins er ekki beintengd við innheimtuþjónustu bankanna. Fyrsta greiðsla skólagjalda verður innheimt um mánaðarmótin.
Frekari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna á vefnum.
http://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid