Haustönn 2017
Kæru nemendur og forráðamenn.
Þar sem grunnskólarnir hafa nú verið settir hefjast kennarar Tónstofunnar handa við stundatöflugerð og munu þeir hafa samband við nemendahópinn sinn. Ef allt gengur samkvæmt áætlun hefst kennsla mánudaginn 28. ágúst. Við vonum að þið hafið haft það gott í sumar og hlökkum til að taka þátt í músíkævintýrum vetrarins með ykkur.
Kær kveðja,
Kennarar Tónstofunnar