Nemendaferð til Lettlands

Kammerhópur Tónstofunnar ásamt fylgdarliði fór í ferðalag til Lettlands dagana 19. til 25. júní. 
Ferðalagið var liður í Nordplus Junior samstarfi afmælisársins sem sagt hefur verið frá á heimasíðu skólans. Verkefnið ber yfirskriftina „Deilum menningararfinum í listsköpun“. 
Lettnesku gestgjafarnir tóku á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og allt gekk snuðrulaust fyrir sig.

Listafólkið í Kammerhópnum stóð sig afburða vel; fór með texta, dansaði, lék og söng af snilld með öllu hinu tónlistarfólkinu. Ég vona að þátttaka okkar verði til þess að finnski og lettneski tónlistarskólinn opni dyr sínar fyrir öllum sem áhuga hafa á tónlistarnámi. Kammerhópurinn sem tók þátt að þessu sinni er frábær fyrirmynd. Reynslunni ríkari, glöð og stolt færum við innilegar þakkir til allra sem gerðu þetta mögulegt.

We speak different languages but we share a common love for music. There is but one sky and we are all born with a beautiful song in our hearts. Enormously grateful for the adventures we have experienced while sharing with our friends our cultural heritage through music our gratitude goes to Mr. Tapani Lakaniemi and Marite Purine for their initiative, care, and endless hospitality. We are also thankful for the funds from the Nordplus Junior program (the Nordic Council of Ministers) which has made this financially possible. And to all the artists, thank you for your beautiful heartwarming musical gifts. On stage there are no boarders. We share beauty and love from one heart to another.

Thank you!