Gestir frá Noregi

Gestirnir okkar frá Gjøvik Kunst- og kulturskole í Noregi áttu hér góða daga. Þau heimsóttu Tónstofuna sungu, dönsuðu og sýndu okkur listaverkin sín. Skoðuðu landið, fóru á hestbak, og margt fleira. Sunnudaginn 11. júní, á sjómannadaginn, sungu þau og dönsuðu í guðsþjónustu í Háteigskirkju. Sönggleði og einlæg tjáning réði ríkjum. Vil ég þakka starfsfólki Háteigskirkju hjartanlega fyrir að taka fallega á móti hópnum og þá sérstaklega séra Maríu Ágústsdóttur sem bæði talaði til gestanna og predikaði á norsku, svo að allir gætu fylgst með. Þessi hjartnæma stund með Maríu í Háteigskirkju mun falla okkur öllum seint úr minni. Hópurinn hélt heim á leið að loknu kirkjukaffi í safnaðarheimilinu.