30 ára afmælistónleikar
Kæru vinir.
Innilegar þakkir til Eliza Reid forsetafrúar og ykkar allra sem glöddu okkur með góðri nærveru, fagnaðarlátum og gjöfum á afmælistónleikum Tónstofunnar í Salnum sunnudaginn 28. maí. Mikið þótti okkur vænt um að sjá „gamla“ nemendur á tónleikunum og rifja upp ljúfar stundir.
Við erum stolt af nemendahópunum sem komu fram að þessu sinni og léku og sungu af hjartans list. Við erum líka stolt af frammistöðu allra hinna nemendanna sem fylgdu okkur í vetur og létu ljós sitt skína á nemendatónleikum skólans.
Hjartans þakkir fær allt það góða fólk sem tók þátt í afmælistónleikunum með okkur og gerði þennan dag ógleymanlegan: Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendurnir úr Skólahljómsveit Austurbæjar, Vilborg Jónsdóttir, strengjakvartettinn úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Valgeir Daði Einarsson, Sigurður Ingi Einarsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Hafþór Karlsson.
Kær kveðja og gleðilegt sumar!
Fyrir hönd kennara og aðstandenda Tónstofunnar
Valgerður Jónsdóttir
Ljósmynd: Hjördís Jónsdóttir