Styrkur frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Sunnudaginn 7. maí tók Tónstofan á móti styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Við það tækifæri léku og sungu fimm nemendur frá Tónstofunni tvö lög:
Andrea Elizabeth Gavern
Lára Þorsteinsdóttir
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Gísli Björnsson og
Ólafur Snævar Aðalsteinsson
Þessir nemendur munu ferðast til Lettlands í lok júní og taka þar þátt í Jónsmessuhátíð með finnskum og lettneskum vinum sínum sem heimsóttu Tónstofuna í október sl. 

Við þökkum innilega fyrir stuðning Sumargjafar sem mun gera okkur kleift að endurnýja og bæta við 20 ára gamlar Suzuki tónbjöllur bjöllukórsins.