Styrkur frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Sunnudaginn 7. maí tók Tónstofan á móti styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Við það tækifæri léku og sungu fimm nemendur frá Tónstofunni tvö lög:
Andrea Elizabeth Gavern
Lára Þorsteinsdóttir
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Gísli Björnsson og
Ólafur Snævar Aðalsteinsson
Þessir nemendur munu ferðast til Lettlands í lok júní og taka þar þátt í Jónsmessuhátíð með finnskum og lettneskum vinum sínum sem heimsóttu Tónstofuna í október sl. 

Við þökkum innilega fyrir stuðning Sumargjafar sem mun gera okkur kleift að endurnýja og bæta við 20 ára gamlar Suzuki tónbjöllur bjöllukórsins.

Previous
Previous

30 ára afmælistónleikar

Next
Next

Hljómvangur - Afmælistónleikar Tónstofu Valgerðar