Heimsókn í Klettaskóla

Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar og nemendur úr Tónstofunni sem sækja tónlistartíma sína í frístundaheimilinu Öskju heimsóttu Klettaskóla 7. apríl. Þau léku fyrir nemendur Klettaskóla Dýralög samin af Haraldi V. Sveinbjörnssyni undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur og Jónu Þórsdóttur. Mikil eftirvænting og gleði ríkti í nemendahópnum sem lék fyrir skólafélaga sína. Dýralögunum var vel tekið og þökkum við innilega fyrir móttökurnar í Klettaskóla.

IMG_4316.JPG
IMG_4317.JPG
IMG_4318.JPG
IMG_4319.JPG
Previous
Previous

Upptakturinn

Next
Next

Páskafrí