Upptakturinn

Tónstofan óskar Bernharði Mána Snædal innilega til hamingju með verkið sitt "The Lonely Road" sem frumflutt var af Unsteini Manuel Stefánssyni og hljómsveit Upptaktsins í Hörpu þriðjudaginn 25. apríl.

Þetta var í fjórða sinn sem Bernharð Máni tekur þátt í Upptaktinum og óskum við einnig kennara hans Marie Huby innilega til hamingju með nemanda sinn og þeirra frábæra samstarf.


Um Upptaktinn segir á vefsíðu Barnamenningarhátíðar:

"Með Upptaktinum, – Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Að því ferli loknu hafa orðið til ný tónverk. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Tónverkin verð flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Kaldalóni Hörpu þann 25. apríl 2017 kl. 17.00 sem er upphafsdagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin; Upptaktinn 2017 Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð og Listaháskóla Íslands og KrakkaRÚV."

http://barnamenningarhatid.is/

IMG_4322.JPG
IMG_4320.JPG
IMG_4321.JPG
Previous
Previous

Endurnýjun umsókna og innritun nýnema

Next
Next

Heimsókn í Klettaskóla