Endurnýjun umsókna og innritun nýnema
Endurnýjun umsókna og innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2017-2018 stendur yfir hjá Tónstofunni.
Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er. Sótt er um skólavist með því að senda tölvupóst til skólans tonsvj@mmedia.is með nauðsynlegum upplýsingum. Sjá nánar hér.
Allir umsækjendur þurfa einnig að sækja um á Rafrænni Reykjavík.
Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.
Vakin er athygli á því að ef tónlistarskólinn er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi í Tónstofunni veturinn 2017-2018 láti skólann vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.
Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu.
Hér er einnig umsóknareyðublað frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum.
Umsækjendur fyrir næsta skólaár þurfa að vera skuldlausir við Tónstofuna og eru hlutaðeigandi hvattir til að greiða útistandandi skólagjöld fyrir 15. júní 2017. Um greiðslutilhögun má þó alltaf semja svo fremi að haft sé samband við skólann.
Kær kveðja,
Dr. Valgerður Jónsdóttir, skólastjóri
Tónstofa Valgerðar ehf.
Stórhöfða 23
110 Reykjavík
tonsvj@mmedia.is
S: 561 2288862 2040