Upphaf skólaársins 2018-2019
Kæru nemendur og forráðamenn.
Við vonum að þið hafið notið sumars og að þið séuð spennt fyrir að halda áfram leik á komandi vetri. Nýnema bjóðum við hjartanlega velkomna!
Kennarar hefja stundatöflugerðina í næstu viku og ef hún gengur vel hefst kennsla mánudaginn 27. ágúst. Við bendum ykkur á að hægt er að senda kennurum tölvupóst með upplýsingum um þær tímasetningar sem henta ykkur best. Munum við reyna að koma til móts við óskirnar eins vel og kostur er.
Með kærri kveðju og tilhlökkun!