Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2018-2019 og viðhorfskönnun frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

 

Kæru nemendur og forráðamenn.

Vorverkin eru hafin í Tónstofunni. Þeim fylgir áminning til nemendahópsins um að sækja um fyrir næsta skólaár ætli þeir að halda námi sínu áfram.

Þeir sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur þurfa einnig að sækja um til síns lögheimilissveitarfélags og er það afar brýnt. Það er gert á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðum sveitarfélaganna (íbúagáttunum).

Kennarar munu einnig forvitnast um fyrirætlanir nemendahópsins og nemendalistar verða uppfærðir samhliða.


Á næstu dögum fer af stað viðhorfskönnun til forráðamanna nemenda í tónlistarnámi.  Könnunin er á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (SFS).

Skólinn fær sérstaka skýrslu með niðurstöðum auk þess sem heildarskýrsla er gerð fyrir alla tónlistarskóla/skólahljómsveitir borgarinnar. 

Könnunin fer fram á netinu og verður sendur hlekkur á hana á forráðamann hvers nemanda.

Svörun er mjög mikilvæg og viljum við hvetja ykkur til að bregðast vel við og taka þátt ef beiðni um þátttöku berst til ykkar.

Með kærri kveðju,

Valgerður