Áríðandi tilkynning!

Kæru nemendur og forráðamenn.

Á miðnætti í kvöld taka gildi takmarkanir á skólastarfi í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðerra. Leik- og grunnskólar sem og tónlistarskólar munu starfa áfram með einhverjum takmörkunum.Tónstofan vekur athygli á eftirfarandi:

  1. Öryggi og heilsa nemenda og starfsfólks er fyrir öllu. Viðkvæma hópa þarf að verja sérstaklega og tryggja að umsvifalaust sé brugðist við öllum mikilvægum upplýsingum sem þetta varðar.

  2. Á meðan tónlistarskólarnir/grunnskólarnir starfa er það ákvörðun forráðamanna/nemandanna sjálfra hvort þeir kjósi að taka hlé frá námi um óákveðinn tíma til að tryggja öryggi sitt og barna sinna. Öruggast er auðvitað að halda börnunum heima ef hægt er. Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra/kennara hið fyrsta sé tekin ákvörðun um slíkt.

  3. Ef flensulíkra einkenna verður vart (þó svo minniháttar séu) hjá nemanda, forráðamanni eða öðrum fjölskyldumeðlim ber að halda nemandanum heima.

  4. Ef nemandi eða forráðamaður hefur verið í samskiptum við einstakling sem settur hefur verið í sóttkví skal samstundis láta vita af því og halda nemandanum heima.

  5. Dragið úr smithættu með því að þvo vel hendur barna ykkar og ykkar sjálfra og sótthreinsa við komu í skólann.

  6. Sótthreinsun er í eins góðu lagi og mögulegt er að hafa hana í skóla sem kennir á hljóðfæri. Yfirborðsfletir eru þrifnir/sótthreinsaðir svo og hljóðfæri eins og mögulegt er. Hljóðnemar og blásturshljóðfæri verða ekki notuð í skólanum á meðan þetta ástand varir nema nemandinn komi með sín eigin blásturshljóðfæri/hljóðnema.

  7. Nálægð á milli fólks í hljóðfærakennslu/námi er mikil og því verður ekki hægt að halda umbeðinni fjarlægð til að takmarka möguleika á smiti.

  8. Foreldrar eru beðnir um að fara að þeim tilmælum sem koma frá skólayfirvöldum og skólastjórnendum um skólahald á hverjum tíma.

Gangi okkur öllum vel og kær kveðja,
Valgerður