Tónlistarkennsla innan veggja grunnskólanna fellur niður!

Kæru nemendur og forráðamenn!

Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði er tónlistarkennsla ekki lengur leyfileg innan veggja grunnskólanna. Öll tónlistarkennsla þarf að fara fram í húsnæði eða heimastöð tónlistarskólanna sjálfra. Þetta þýðir að Jóna Þórsdóttir má ekki lengur kenna nemendum sínum á skóla eða frístundatíma í Klettaskóla/Öskju og kennsla Mínervu M. Haraldsdóttur í Háaleitisskóla fellur einnig niður.

Tónlistartímar í grunnskólum brjóta gegn því sem nú er uppálagt í sóttvörnum og litið er svo á að það sé áhætta að kennari taki nemendur frá mismunandi bekkjum í tíma. Þó viss mótsögn felist í því að mati undirritaðrar að bjóða sama nemendahóp (sama mengi kennara/nemenda) upp á nýja tímasetningu og nýja staðsetningu fyrir tónlistarnám sitt er okkur uppálagt að koma til móts við þennan nemendahóp eftir fremsta megni og reyna allt sem hægt er til að tónlistarnám þeirra haldi áfram með einhverjum hætti. Því mun Jóna og Mínerva hafa samband við þá nemendur sem um ræðir og bjóða þeim upp á nýja tíma í húsnæði Tónstofunnar að Stórhöfða 23, 110 Reykjavík.

Foreldrar munið að öryggi og hagsmunir hins viðkvæma nemendahóps Tónstofunnar er ávallt í fyrirrúmi og verður að ráða för í öllu skipulagi!

Kær kveðja, Valgerður