Hefðbundin kennsla fellur niður í Tónstofunni!

Kæru nemendur og forráðamenn athugið!

Hefðbundin kennsla fellur niður í Tónstofunni frá og með þriðjudeginum 24. mars og þar til takmörkunum þessum verður létt!

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
• Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð er óheimil. Þetta á einnig við um starf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér.
• Þá er mælst til þess að kennarar sem kenna við fleiri en eina tónlistarkennslustofnun fari undir engum kringumstæðum á milli stofnana, velji þá einn skóla sem heimastöð ef ekki er hægt að stunda fjarnám.
• Þar sem kennsla nemendahóps Tónstofunnar krefst mikillar nálægðar og þar sem kennarar Tónstofunnar (utan Valgerðar) kenna allir við aðrar stofnanir/tónlistarkennslustofnanir í hærra starfshlutfalli en í Tónstofunni verður kennslu ekki lengur haldið til streitu í Tónstofunni.
• Hvatt er eindregið til fjarnáms á sviði tónlistarkennslu þar sem því verður við komið.
• Taka þarf tillit til sérstöðu nemendahóps Tónstofunnar, en á meðan þetta ástand varir munu kennarar Tónstofunnar í samráði við nemendur og forráðamenn sem þess óska leggja sig fram um að sinna fjarkennslu eins og mögulegt er.

Ákvörðunin tekur gildi aðfaranótt þriðjudags 24. mars.

Previous
Previous

Vegna innheimtu skólagjalda!

Next
Next

Stöðuuppfærsla vegna COVID-19