Páskafrí og fjarkennsla!

Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst á pálmasunnudegi 5. apríl. Fjarkennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl.

Við hvetjum forráðamenn nemenda sem ekki geta nýtt sér fjarkennslu til að syngja með börnum sínum, hlusta á tónlist, dansa, fara í klappleiki/hreyfileiki, leika af fingrum fram, skoða tónlistarforrit og fleira. Við minnum á aðgengilegt tónlistarefni sem finna má á heimasíðu Tónstofunar undir krækjunni Fræðsla: Áhugaverðir tenglar  https://tonstofan.is/ahugaverdir-tenglar

Kennarar munu hafa samband við nemendahópa sína um leið og staðan breytist og hægt verður að hefja nándarkennslu á ný í Tónstofunni.

Með von um að allir séu við góða heilsu óska ég ykkur gleðilegra páska!

Valgerður

Previous
Previous

Upplýsingar um skólahald frá og með 4. maí.

Next
Next

Umsókn um skólavist skólaárið 2020-2021