Páskafrí og fjarkennsla!

Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst á pálmasunnudegi 5. apríl. Fjarkennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl.

Við hvetjum forráðamenn nemenda sem ekki geta nýtt sér fjarkennslu til að syngja með börnum sínum, hlusta á tónlist, dansa, fara í klappleiki/hreyfileiki, leika af fingrum fram, skoða tónlistarforrit og fleira. Við minnum á aðgengilegt tónlistarefni sem finna má á heimasíðu Tónstofunar undir krækjunni Fræðsla: Áhugaverðir tenglar  https://tonstofan.is/ahugaverdir-tenglar

Kennarar munu hafa samband við nemendahópa sína um leið og staðan breytist og hægt verður að hefja nándarkennslu á ný í Tónstofunni.

Með von um að allir séu við góða heilsu óska ég ykkur gleðilegra páska!

Valgerður