Upplýsingar um skólahald frá og með 4. maí.

Upplýsingar um skólahald frá og með 4. maí.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi frá og með mánudeginum 4. maí.

  • Þá verður skólastarf barna á leik- og grunnskólaaldri með hefðbundnum hætti og hvorki fjölda- né nálægðartakmörk munu gilda. Nám þessara barna í tónlistarskólum verður því með eðlilegum hætti.

  • Tónlistarskólakennarar mega fara inn í grunnskólana og í frístundaheimilin til að kenna.

  • Takmarka þarf aðgengi foreldra/utanaðkomandi að skólahúsnæðinu eins og kostur er.

  • Takmarka þarf skörun hópa eða blöndun hópa úr ólíkum samfélagshópum eins og kostur er.

  • Nemendur frá 16 ára aldri mega á ný mæta í sínar skólabyggingar. Þeir geta því einnig mætt í tónlistarskólana en huga þarf vel að 2ja metra fjarlægðinni.

  • Kennarar, nemendur og forráðamenn þurfa að vega og meta hvort taka eigi áhættu ef kennsluhættir og annað kemur í veg fyrir að hægt sé að halda 2ja metra regluna hjá þeim sem orðnir eru 16 ára. Kennarar munu nota hlífðarbúnað (hanska og andlitshlífar) ef þurfa þykir með þessum nemendum.

  • Kennsla sem fer fram í hóptímum, (s.s. forskóli, tónfræðagreinar, fámennir hópar, 2-12) er heimil. Athuga ber 2ja metra regluna með nemendum 16 ára og eldri.

  • Samleikur/-söngur, samspil í fámennum hópum er heimill en athuga ber 2ja metra reglu með nemendum 16 ára og eldri.

  • Hljómsveitaræfingar (frá fámennum hópum til stærri hljómsveita) eru heimilar en 2ja metra reglan gildir hjá 16 ára og eldri.

  • Fjöldatakmarkanir í kennsluhúsnæði verða í gildi og mega aðeins 50 einstaklingar vera í sama rými í þeim skólum sem kennsla fer fram í.

  • Vortónleikar með hefðbundnu sniði og þátttöku/viðveru foreldra munu falla niður þar sem ekki verður hægt að viðhafa fjarlægðarregluna.

  • Smærri tónfundir með nemendahóp hvers kennara fyrir sig og án foreldra eru heimilir.

  • Huga ber vel að sóttvörnum líkt og áður með góðum handþvotti nemenda og kennara fyrir og eftir kennslustund sem og yfirborðsþrifum á snertiflötum og hljóðfærum.

  • Áfram verða sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.

Undirrituð þakkar nemendum og forráðamönnum kærlega fyrir umburðarlyndi á þessum erfiðu tímum og aðstoð við fjarkennslu í þeim tilvikum þar sem það hefur verið mögulegt. Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband í síma 8622040.

Kær kveðja, Valgerður

 

 

Previous
Previous

Tilkynning frá Foreldra- og styrktarfélagi Tónstofunnar

Next
Next

Páskafrí og fjarkennsla!