Svæðisþing tónlistarskóla í Reykjavík - starfsdagur
Kæru nemendur og forráðamenn.
Miðvikudaginn 6. október fellur öll kennsla niður í Tónstofunni vegna starfsdags kennara.
Samkvæmt skóladagatali munu þeir sækja svæðisþing tónlistarskóla sem er vettvangur faglegrar umræðu um málefni tónlistarskólans og tónlistarnáms.
Efnistatriði þingsins eru þessi:
Tónlistarskóli sem lærdómssamfélag.
Markmiðssetning og kennsluáætlanir – skiptir þetta tvennt máli?
Tónlistarskóli fyrir alla – tól og tæki.
Niðurstöður könnunar og umræðuhópa um endurskoðun á aðalnámskrá, frá svæðisþingum 2020.
Starfsþróunarmöguleikar í LHÍ - Námskeið og námsleiðir í boði.
Tónlistarskólinn sem lærdómssamfélag – sérsniðið námskeið fyrir kennara og stjórnendur í tónlistarskólum skólaárið 2021-2022.
Svæðisþing tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þingin eru öllum opin.
Kær kveðja,
Valgerður