Upphaf skólaársins 2021-2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Kennsla hófst á ný eftir sumarfrí mánudaginn 30. ágúst. Kennarar eru þó enn að leggja lokahönd á stundatöflugerðina sem oft getur verið flókin. Umsækjendur á biðlista eru beðnir um að hafa biðlund.

Skólinn mun starfa samkvæmt nýjustu leiðbeiningum frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um framkvæmd skóla- og frístundastarfs næstu vikurnar. Sjá hér að neðan. Viðmiðin hafa verið samþykkt af neyðarstjórn Reykjavíkurborgar og gilda því um allt skóla- og frístundastarf í Reykjavík.

Með kærri kveðju og góðum óskum um farsælt skóla- og frístundaár,

Kennarar Tónstofunnar.

Tónlistarskólar og skólahljómsveitir:

1. Tónlistarskólum og skólahljómsveitum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi starfsemi með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks.

2. Mælst er til að starfsemi tónlistarskóla og skólahljómsveita sé hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og stjórnendur nýti fyrri reynslu í útfærslu á skipulagi starfsins.Tilgangurinn er að koma í veg fyrir röskun á starfsemi komi upp smit og hefta mögulega útbreiðslu innan skólans. Starfsfólk er hvatt til að fara sem minnst milli rýma/hólfa. Það er þó heimilt ef aðstæður krefjast og í þeim tilvikum skal gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.

3. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða 1 metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu.

4. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu í starfi tónlistarskóla og skólahljómsveita, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að

persónubundnum sóttvörnum.

5. Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í tónlistarskóla en skulu gæta að persónubundnum sóttvörnum og bera andlitsgrímur. Stjórnendum er heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í tónlistarskóla.

6. Mælst er til að ekki séu fleiri en 100 nemendur í hverju rými/hólfi.

7. Mælst er til að viðburðum á vegum tónlistarskóla verði streymt. Ef það er ekki mögulegt og nauðsynlegt að halda viðburð skal fjöldi miðast við að gestir geti virt 1 metra nálægðartakmörkun, grímuskylda viðhöfð og gætt sérstaklega að persónubundnum

sóttvörnum. Allir gestir skulu skráðir í númeruð sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri, varðveita skal skrána í tvær vikur og eyða henni að þeim tíma liðnum.

8. Aðrir sem koma inn í bygginguna, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkun, bera andlitsgrímur og gæta að persónubundnum sóttvörnum.

9. Gæta þarf ýtrustu sóttvarna á starfsmannafundum og að 1 metra nálægðartakmörk séu alltaf virt.

10. Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.

11. Útlán eða afnot af skólabyggingum til utanaðkomandi hópa skal takmörkuð eins og kostur er.

155

People Reached

10

Engagements

Distribution Score

Boost Post

66


Previous
Previous

Svæðisþing tónlistarskóla í Reykjavík - starfsdagur

Next
Next

Endurnýjun umsókna skólaárið 2021-2022