Frístundastyrkurinn á vorönn 2022

Kæru nemendur og forráðamenn.

Þeir sem ætla sér að ráðstafa frístundastyrknum til Tónstofunnar ættu nú að geta gert það vandræðalaust. Á það bæði við um nemendur með lögheimili í Reykjavík og í Kópavogi. Nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum þurfa að kynna sér fyrirkomulag frístundastyrkja hjá viðkomandi sveitarfélagi.

Skrá þarf nemendur í Sérkennslu I, Sérkennslu II, Sérkennslu III eða Sérkennslu IV allt eftir tímalengd og kennslufyrirkomulagi (einstaklingstími (ath. tímalengd), einstaklings- og hóptími). Vinsamlegast kynnið ykkur það á heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/gjaldskra eða með því að hafa samband við undirritaða á netfanginu tonsvj@mmedia.is Mikilvægt er að gera þetta rétt til að forðast bakfærslur og vandræði.

Ég bendi einnig á að frístundakortið er ekki beintengt innheimtukerfi Tónstofunnar og hvet ég því alla sem það ætla að gera að ráðstafa sem fyrst því nú styttist í innheimtu 3. greiðslu skólagjalda á þessu skólaári. Hér fyrir neðan er tengill á upplýsingar frá Reykjavíkurborg um ráðstöfun frístundakortsins.

https://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid

Kær kveðja, Valgerður