Páskafrí hefst 10. apríl.
Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali Tónstofunnar er páskafrí í dymbilvikunni sem hefst á pálmasunnudegi 10. apríl.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl.
Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 21. apríl er lögbundinn frídagur og þá er engin kennsla í Tónstofunni.
Með von í brjósti um að allir séu við góða heilsu, og gangi vonglaðir inn í sumarið óskum við ykkur gleðilegra páska.