Í leit að töfrum - Tillaga að nýrri stjórnarskrá

Sunnudaginn 4. nóvember lauk listahátíðinni Cycle sem fór nú fram í fjórða sinn. Í bæklingi hátíðarinnar stendur „Hátíðin hefur á stuttum tíma náð að festa sig í sessi í íslensku menningarlífi sem fjölþjóðlegur vettvangur listrænnar samvinnu, sköpunar og rannsókna.“ „Hátíðin í ár ber yfirskriftina Þjóð meðal þjóða þar sem fjallað er um fullveldisafmæli Íslands í sambandi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar.“ 
Bjöllukór Tónstofunnar var boðið að taka þátt í verki Ólafs Ólafssonar og Libia Castro, sem flytjendur í verkinu Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Í Vinnustofu #2 sem fram fór dagana 25. til 28. október kom hópurinn saman til að vinna: söngvarar, hljóðfæraleikarar, lesendur og fleiri. Tónverkið, sem er „verk í ferli og opinni framvindu“ verður samið með ólíka hópa og einstaklinga í huga, leika og lærða þátttakendur með ólíka getu og bakgrunn. 
Tónskáldin Karólína Eiríksdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir sömdu tónlistina við þær greinar stjórnarskrárinnar sem Bjöllukórinn fékk að spreyta sig á. Við í Bjöllukórnum nutum okkar vel í þessu samstarfi. Við höfðum gaman af að kynnast nýrri tónlist og nýjum listamönnum, að opna kórinn fyrir nýjum flytjendum og að leggja hönd á plóginn með bjöllunum okkar Í leitinni að töfrum. 
Hjartans þakkir Ólafur Ólafsson og Libia Castro.

45273584_2474505262592100_3616726504660008960_o.jpg