Leiðbeiningar vegna skólastarfs Tónstofunnar á neyðarstigi. Gildistími 7. til 19. október.

Kæru nemendur og forráðamenn.

Tónstofan fylgir fyrirmælum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og reynir að halda óbreyttri starfsemi.

Til upplýsingar þá eru nýjar leiðbeiningar í vinnslu fyrir tónlistarskóla vegna skólastarfs á neyðarstigi en hægt er að fylgjast með breytingum á vef menntamálaráðuneytisins (mrn.is/skolastarf) „Spurt og svarað: skólastarf og COVID-19“, undir flipanum „Tónlistarskólar“.

Kennarar nota grímur með öllum nemendahópnum þar sem erfitt getur verið að halda viðunandi fjarlægð. Engir hóptímar með blönduðum nemendahópum eru leyfðir (Radd-leikur, Tón-leikur, Bjöllukór, föstudagshópur Jónu).

Tveggja metra reglan er viðhöfð á milli kennara og á milli kennara og forráðamanna sem fylgja börnum sínum.

Engir utanaðkomandi fá aðgang að Tónstofunni og sótthreinsun á hljóðfærum og yfirborðsflötum hefur verið aukin.

Munum að nemandi/kennari/aðstandandi sem finnur fyrir flensulíkum einkennum (hósta, andþyngslum, mæði, hálssærindum, hita, þreytu, höfuðverk, beinverkjum, uppköstum og niðurgangi, hroll og minnkuðu bragð- og lyktarskyni) hann heldur sig heima!

Gangi okkur öllum vel!

Kær kveðja, Valgerður