Breyting á frístundakerfi Reykjavíkurborgar.

Kæru forráðamenn.

Eins og nefnt var í upplýsingunum hér að neðan þá varð örlítil töf á innheimtu skólagjalda um þessi mánaðarmót (greiðsla 3 af 4) hjá þeim nemendum Tónstofunnar sem hafa rétt á að ráðstafa frístundakorti Reykjavíkurborgar (nemendur 6 – 18 ára).

Nú er skráningu/uppfærslu á kerfinu lokið og geta foreldrar nú ráðstafað frístundakortinu að vild. Það er gert með því að fara inn á  www.fristund.is

Þar er valið Frístundagátt ráðstöfun, og forráðamaður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef fólk á í vandræðum með að ráðstafa getur það sent fyrirspurnir, ábendingar eða kvartanir á netfangið fristundakort@itr.is

Tónstofan skráir nemendahópinn sinn í Sérkennslu I, Sérkennslu II, Sérkennslu III eða Sérkennslu IV. Sjá upplýsingar á heimasíðu skólans https://tonstofan.is/gjaldskra

Velja þarf rétt þegar nemandi er skráður í kerfið þar sem skólagjöld eru breytileg eftir lengd tímasóknar. Ef spurningar vakna varðandi innheimtuna eða ef vafi leikur á hvernig nemandi er skráður, hvet ég ykkur til að hafa samband við undirritaða í tölvupósti tonsvj@mmedia.is eða í síma 8622040. Fyrirspurnum verður vísað áfram til verkefnastjóra á skrifstofu Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur ef nauðsyn krefur.

Ég vek athygli á því að innheimtuseðill hefur verið sendur í heimabanka forráðamanna. Það var gert til að minna fólk á að ráðstafa sem fyrst frístundastyrknum (standi það til). Innheimtuseðillinn verður felldur niður eða upphæð hans breytt í takt við ráðstöfun viðkomandi. Ég vona innilega að þessar breytingar hjá Reykjavíkurborg valdi hvorki forráðamönnum né skólanum óþarfa óþægindum.

Ég minni á að nemendur með lögheimili í Kópavogi og í öðrum sveitarfélögum geta einnig ráðstafað frístundastyrk sínum til Tónstofunnar.

Með kærri kveðju og góðum óskum,

Valgerður